Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. september 2023 19:36 Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ástæðuna fyrir því að maður hafi ekki fengið að drekka eftir að hafa verið handtekinn. Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur.
Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira