Enski boltinn

United var tilbúið að senda Sancho til Sádí-Arabíu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jadon Sancho og félagar í Manchester United fögnuðu marki gegn Liverpool.
Jadon Sancho og félagar í Manchester United fögnuðu marki gegn Liverpool. Getty/David Davies

Jadon Sancho verður áfram leikmaður Manchester United, en félagið var tilbúið að leyfa honum að fara til Sádí-Arabíu. 

Félagsskiptaglugginn í Sádí-Arabíu lokar í kvöld og síðustu daga hafa verið háværar sögusagnir að Jadon Sancho sé á förum. The Athletic greinir hins vegar frá því að leikmaðurinn muni ekki færa sig um set. 

Sancho var ekki í leikmanna hópi Manchester United gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag og stóð í opinberum orðaskiptum við þjálfara sinn í kjölfarið. Erik Ten Hag sagði leikmanninn ekki hafa staðið sig nógu vel á æfingum nýlega og hann uppfyllti ekki þær kröfur sem Manchester United gerir til leikmanna. Sancho svaraði þjálfara sínum með yfirlýsingu á Twitter. 

Leikmaðurinn virtist ósáttur með stöðu sína og ummæli þjálfarans. Félagið var tilbúið að leyfa leikmanninum að fara frítt á lán, með því skilyrði að hann yrði keyptur að lánstímanum liðnum. 

 

Það virðist blása köldu á milli Sancho og Erik Ten Hag, þjálfara liðsins. Leikmaðurinn var ekki kallaður inn í landsliðshóp Englands sem mætir Úkraínu og Skotlandi á dögunum. Það verður spennandi að sjá hvort hann nýti tímann til æfinga með félagsliði sínu og takist að uppfylla ströng skilyrði þjálfara síns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×