Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2023 07:00 Miðinn fannst undir klæðningu í gamla skóla MR. Vísir/Vilhelm/Sólveig Guðrún Hannesdóttir Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Sólveig segir í samtali við Vísi að verið var að taka niður klæðningu og burðarþolsmæla þak hússins þegar miðinn fannst. Næsta sumar verði skipt um þak á Gamla skóla menntaskólans og skífur settar á þakið til þess að gefa húsinu upprunalegri mynd. Þakið verður það þriðja sem sett verður á húsið frá árinu 1846, þegar húsið var byggt. Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við embætti rektors MR síðasta sumar.Stjórnarráðið „Það er dálítið skemmtilegt að þetta komi upp þegar það er verið að taka niður einhverja klæðningu, eins og einhver hafi troðið þessu á bak við,“ segir Sólveig og hlær. „Kannski að hann hafi verið gripinn og kennarinn verið að mæta og hann eða hún troðið þessu á bak við.“ Sólveig segir það líklegt að svindlmiðinn hafi verið notaður á söguprófi vegna þess hve mörg ártöl og dagsetningar er að finna á miðunum. „Ég held að það sé talið upp að árinu 1958, þannig að þetta hefur verið skrifað eftir það,“ segir hún. Á miðanum má sjá fimm stafa símanúmer, en slík númer voru síðast í notkun árið 1995. Sólveig Guðrún Hannesdóttir Miðinn er merktur fyrirtækinu Myndamót hf. sem starfaði á árunum 1957-1989, eftir þeim heimildum sem fréttastofa kemst næst. Því má draga þá ályktun að miðinn sé yfir þrjátíu ára gamall, og jafnvel eldri en það. Loks vekur Sólveig athygli á því að kannist einhver við miðann megi viðkomandi vitja hans á skrifstofu rektors, ef hann þorir. Miðinn virðist hafa verið ætlaður til svindls á söguprófi en nokkuð er um nöfn og ártöl á honum. Sólveig Guðrún Hannesdóttir
Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira