Innlent

Slökkvilið kallað til þegar reykur barst frá rútu í Kömbunum

Árni Sæberg skrifar
Frá Hellisheiði, rétt áður en ekið er niður í Kambana.
Frá Hellisheiði, rétt áður en ekið er niður í Kambana. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsbíll frá Brunavörnum Árnessýslu var sent í Kambana á Hellisheiði þegar tilkynning barst um reyk frá rútu. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að aðeins hafði lekið inn á vél rútunnar svo reykur kom upp. Engum varð meint af.

Þetta staðfestir Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við Vísi.

Þá segir hann að slökkvilið sé aftur að störfum nú á áttunda tímanum eftir að tilkynning barst um alelda fjórhjól ofan við Flúðir. Slökkvilið er nýkomið á vettvang en enginn sjúkrabíll var sendur í útkallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×