Enski boltinn

Manchester United birtir yfir­lýsingu vegna Antony: „Lítum málið al­var­legum augum“

Aron Guðmundsson skrifar
Antony í leik með Manchester United.
Antony í leik með Manchester United. Vísir/getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 

Í yfirlýsingu Manchester United segist félagið meðvitað um þær ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur Antony og þá staðreynd að lögreglan sé með málið til skoðunar. 

„Þar til frekari upplýsingar berast mun félagið ekki tjá sig meira um málið. Sem félag lítum við málið alvarlegum augum með hliðsjón af mögulegum áhrifum sem þær og umfjöllun um svona mál hafa á þolendur ofbeldis,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Manchester United.

Antony var á dögunum sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins í kjölfar ásakana á hendur honum. 

Brasilíska knattspyrnusambandið sagði að hann hafi verið fjarlægður úr landsliðshópnum eftir að „ákveðnar staðreyndir sem þurfi að rannsaka hafi komið í ljós.“

Antony hefur sjálfur neitað sök. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×