Enski boltinn

Jesus inn fyrir Antony

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Jesus er mættur aftur í brasilíska landsliðið.
Gabriel Jesus er mættur aftur í brasilíska landsliðið. EPA-EFE/ANTONIO LACERDA

Gabriel Jesus, framherji Arsenal, kemur inn í brasilíska landsliðshópinn í stað vængmannsins Antony sem hefur verið sendur heim vegna ásakana fyrrverandi kærustu hans.

Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið í fréttum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram og ásakaði hann um að hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð.

Því ákvað Knattspyrnusamband Brasilíu að það væri best að senda Antony heim en hann var upphaflega valinn í landsliðshóp Brasilíu fyrir leikina gegn Bólivíu og Perú í undankeppni HM 2026.

Framherjinn Gabriel Jesus hefur verið kallaður inn í hópinn til að fylla skarð Antony. Jesus hefur skorað eitt mark í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð. Þá hefur hann skorað 19 mörk í 59 A-landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×