Fjöldi brota færist nær því sem var fyrir heimsfaraldur Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2023 12:20 Eygló Harðardóttir segir það mjög brýnt að fylgjast vel með gögnum og tölfræði. Starf lögreglunnar verði að byggja á því. Vísir/Einar Brotum um helgar fækkar á milli ára í heild en fjölgun er á tilkynningum um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. Heildarfjöldi tilkynntra brota til lögreglu um helgar í sumar voru 4.864 eða 5 prósent færri en í fyrra. Algengast var að tilkynnt var um þjófnað, akstur án réttinda, eignaspjöll, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana-, fíkniefna eða lyfja, minniháttar líkamsárás, og vörslu og meðferð fíkniefna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum ríkislögreglustjóra um brot um helgar á sumarmánuðum. Í skýrslunni má finna upplýsingar um fjölda tilkynninga um brot til lögreglu um helgar í júní, júlí og ágúst. Eygló Harðardóttir verkefnastjóri afbrotavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra segir það mjög mikilvægan lið í þeirra starfi að taka út gögn sérstaklega um helgar. Það starf sem þau sinni verði að byggjast á tölfræði og gögnum og að því sé mikilvægt að geta fylgst með því hvort það sé breyting eða þróun á brotum og hvenær þau eigi sér stað. Gögnin hafi verið tekin út síðustu þrjú ár og miðað við niðurstöður hafi sem dæmi skilaboðunum verið breytt og aðaláhersla í ár í sumar í forvarnarátaki lögreglu verið lögð á skilaboðin „Góða skemmtun“ í stað þess að tala um að vera vakandi eins og var gert í fyrstu. Þolendur beri ekki ábyrgð Skilaboðin um að vera vakandi hafa verið gagnrýnd af femínistum vegna mögulegrar þolendaskammar sem getur fylgt þeim og segir Eygló að þess vegna hafi verið lögð meiri áhersla á skilaboð um góða skemmtun. „Þolendur bera ekki ábyrgð á þeim brotum sem þeir verða fyrir. Við tölum beint til mögulegra sakborninga og gerenda og til samfélagsins. Því allt samfélagið ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir ofbeldi.“ Fleiri tilkynningar um líkamsárásir Í skýrslunni er skoðuð þróun nokkurra brota eins og líkamsárása/-meiðinga, kynferðisbrota, innbrota, þjófnaða og eignaspjalla í ár samanborin við sama tímabil síðustu tvö ár þar á undan. Sjá má að tilkynningar um þjófnað voru færri um helgar í ár en síðustu tvö ár. Þá voru innbrot um helgar fjórðungi færri en í fyrra. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um líkamsárásir og -meiðingar um níu prósent frá því í fyrra sumar og eignaspjöll um 18 prósent. Þróun brota um helgar síðustu þrjú árin. Mynd/Ríkislögreglustjóri Þá var tilkynnt um færri kynferðisbrot en síðustu tvö ár en 44 tilkynningar bárust lögreglu á þessu tímabili í samanburði við um 70 tilkynnt brot síðustu tvö ár á undan. Fyrirvari er þó settur á þá tölu sem er fyrir sumarið í ár því þróun síðustu ára er þannig að helmingur kynferðisbrota er tilkynnt meira en þremur vikum eftir að brot á sér stað, og þriðjungur allt að hálfu ári seinna. Fólk beðið að fylgjast með heimilum sínum Eygló segir að í takt við þessar tölur hafi verið lögð meira áherslu á allskyns ofbeldi í sumar í forvörnum lögreglunnar því að í gögnunum megi sjá fleiri tilkynningar um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. „Það var líka lögð áhersla á innbrotin. Það eru margir í fríi á sumrin og fleiri ábendingar um innbrot. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur. Samtalan í skýrslunni á við um heimili, vinnustaði og bíla en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði áherslu á það í sumar að benda fólki á að fylgjast betur með heimilum sínum.“ Hún segir margt í tölunum farið að minna á það sem var þekkt fyrir heimsfaraldur Covid en veruleg fækkun var á brotum um sumartíma á meðan faraldri stóð. Aðallega vegna þess að stórir viðburðir fóru ekki fram. „Það er í því samhengi kannski betra að bera saman við 2017 og 2018.“ En eru það ekki vonbrigði, að þetta sé mögulega að fara í sama horf? „Það þýðir að við þurfum að halda áfram. Við viljum að öll mál séu tilkynnt en líka fækka brotum eins og hægt er. Þess vegna tölum við beint við mögulega sakborninga og samfélagið allt. Við þurfum öll að koma í veg fyrir frekari brot saman.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Heildarfjöldi tilkynntra brota til lögreglu um helgar í sumar voru 4.864 eða 5 prósent færri en í fyrra. Algengast var að tilkynnt var um þjófnað, akstur án réttinda, eignaspjöll, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana-, fíkniefna eða lyfja, minniháttar líkamsárás, og vörslu og meðferð fíkniefna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum ríkislögreglustjóra um brot um helgar á sumarmánuðum. Í skýrslunni má finna upplýsingar um fjölda tilkynninga um brot til lögreglu um helgar í júní, júlí og ágúst. Eygló Harðardóttir verkefnastjóri afbrotavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra segir það mjög mikilvægan lið í þeirra starfi að taka út gögn sérstaklega um helgar. Það starf sem þau sinni verði að byggjast á tölfræði og gögnum og að því sé mikilvægt að geta fylgst með því hvort það sé breyting eða þróun á brotum og hvenær þau eigi sér stað. Gögnin hafi verið tekin út síðustu þrjú ár og miðað við niðurstöður hafi sem dæmi skilaboðunum verið breytt og aðaláhersla í ár í sumar í forvarnarátaki lögreglu verið lögð á skilaboðin „Góða skemmtun“ í stað þess að tala um að vera vakandi eins og var gert í fyrstu. Þolendur beri ekki ábyrgð Skilaboðin um að vera vakandi hafa verið gagnrýnd af femínistum vegna mögulegrar þolendaskammar sem getur fylgt þeim og segir Eygló að þess vegna hafi verið lögð meiri áhersla á skilaboð um góða skemmtun. „Þolendur bera ekki ábyrgð á þeim brotum sem þeir verða fyrir. Við tölum beint til mögulegra sakborninga og gerenda og til samfélagsins. Því allt samfélagið ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir ofbeldi.“ Fleiri tilkynningar um líkamsárásir Í skýrslunni er skoðuð þróun nokkurra brota eins og líkamsárása/-meiðinga, kynferðisbrota, innbrota, þjófnaða og eignaspjalla í ár samanborin við sama tímabil síðustu tvö ár þar á undan. Sjá má að tilkynningar um þjófnað voru færri um helgar í ár en síðustu tvö ár. Þá voru innbrot um helgar fjórðungi færri en í fyrra. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um líkamsárásir og -meiðingar um níu prósent frá því í fyrra sumar og eignaspjöll um 18 prósent. Þróun brota um helgar síðustu þrjú árin. Mynd/Ríkislögreglustjóri Þá var tilkynnt um færri kynferðisbrot en síðustu tvö ár en 44 tilkynningar bárust lögreglu á þessu tímabili í samanburði við um 70 tilkynnt brot síðustu tvö ár á undan. Fyrirvari er þó settur á þá tölu sem er fyrir sumarið í ár því þróun síðustu ára er þannig að helmingur kynferðisbrota er tilkynnt meira en þremur vikum eftir að brot á sér stað, og þriðjungur allt að hálfu ári seinna. Fólk beðið að fylgjast með heimilum sínum Eygló segir að í takt við þessar tölur hafi verið lögð meira áherslu á allskyns ofbeldi í sumar í forvörnum lögreglunnar því að í gögnunum megi sjá fleiri tilkynningar um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. „Það var líka lögð áhersla á innbrotin. Það eru margir í fríi á sumrin og fleiri ábendingar um innbrot. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur. Samtalan í skýrslunni á við um heimili, vinnustaði og bíla en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði áherslu á það í sumar að benda fólki á að fylgjast betur með heimilum sínum.“ Hún segir margt í tölunum farið að minna á það sem var þekkt fyrir heimsfaraldur Covid en veruleg fækkun var á brotum um sumartíma á meðan faraldri stóð. Aðallega vegna þess að stórir viðburðir fóru ekki fram. „Það er í því samhengi kannski betra að bera saman við 2017 og 2018.“ En eru það ekki vonbrigði, að þetta sé mögulega að fara í sama horf? „Það þýðir að við þurfum að halda áfram. Við viljum að öll mál séu tilkynnt en líka fækka brotum eins og hægt er. Þess vegna tölum við beint við mögulega sakborninga og samfélagið allt. Við þurfum öll að koma í veg fyrir frekari brot saman.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira