Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 17:30 Endar Mo Salah í Sádi-Arabíu eftir allt saman? Visionhaus/Getty Images Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15
Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00