Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:07 Tvennum sögum fer af því hvort reynt hafi verið að stela tösku Hannesar í Leifsstöð í gær eða hún tekin í misgripum. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. „Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
„Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira