Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:07 Tvennum sögum fer af því hvort reynt hafi verið að stela tösku Hannesar í Leifsstöð í gær eða hún tekin í misgripum. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. „Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
„Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent