„Upp úr riðlinum, takk!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2023 17:15 Höskuldur Gunnlaugsson er líkt og aðrir Blikar spenntur fyrir sögulegu verkefni. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira