„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Aron Guðmundsson skrifar 1. september 2023 15:00 Oliver í leiknum gegn Struga í gær Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. „Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
„Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira