Sýnt verður frá réttarhöldunum í sjónvarpi og þeim streymt í beinni á YouTube, sagði dómarinn Scott McAfee.
Stuðningsmenn Trump og sumir flokksbræðra hans hafa gagnrýnt Fani Willis, yfirsaksóknara í Fulton sýslu, harðlega fyrir að ákæra forsetann fyrirverandi. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, sem sjálfur er Repúblikani var hvattur til þess í ágúst að kalla þingið saman til að gefa út ákærur á hendur Willis vegna frangöngu hennar.
Á blaðamannafundi í gær sagði Kemp að hann hefði ekki séð nein sönnunargögn þess efnis að ákærur á hendur Willis væru réttlætanlegar. Sagði hann að á meðan hann væri ríkisstjóri yrði lögum og stjórnarskránni framfylgt, óháð því hver hefði af því pólitískan ávinning eða skaða.