Innlent

Hafa á­hyggjur af hnífa­burði grunn­skóla­krakka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Yfirvöld í Kópavogi hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna.
Yfirvöld í Kópavogi hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna. Vísir/Vilhelm

Borið hefur á því í skóla-og fé­lags­mið­stöðvastarfi í Kópa­vogi að ung­lingar gangi með hníf á sér. Starfs­menn hafa á­hyggjur af þessari þróun og for­eldrum skóla­barna hefur verið sent bréf vegna málsins.

Ragn­heiður Her­manns­dóttir, deildar­stjóri grunn­skóla­deildar á Mennta­sviði Kópa­vogs­bæjar og Amanda K. Ólafs­dóttir, deildar­stjóri frístunda­deildar á Mennta­sviði Kópa­vogs­bæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragn­heiði og Amöndu.

Í bréfinu segir að ung­lingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna við­gerða eða við­halds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum á­hyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum ung­lingum,“ segir í bréfinu.

Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og fé­lags­mið­stöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem til­heyri Mennta­sviði Kópa­vogs­bæjar, sé strang­lega bannað. Það eigi við um grunn­skóla, grunn­skóla­lóðir, fé­lags­mið­stöðvar, leik­skóla, leik­skóla­lóðir og í­þrótta­mann­virki.

„Brugðist er við ef barn eða ung­lingur er með hníf undir höndum í ofan­greindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímu­efna- eða á­fengis­neyslu hjá börnum og ung­lingum. Hnífurinn er gerður upp­tækur og for­eldrum gert við­vart. Lög­reglu er gert við­vart í þeim til­vikum sem hnífum er beitt og meta stjórn­endur stofnana hvert til­vik fyrir sig.“

Í ljósi þessa telji starfs­menn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk á­stæðu til þess að upp­lýsa for­eldra og for­ráða­menn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og fé­lags­mið­stöðvastarfi og hvernig Mennta­svið Kópa­vogs­bæjar vill taka á þeim málum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×