Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 21:00 Yfirvöld í Kópavogi hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum. Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum.
Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira