Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 15:55 Þorbjörg situr í fjárlaganefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira