Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 15:55 Þorbjörg situr í fjárlaganefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira