„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2023 12:19 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir ekki hlaupið að því að fólk með ADHD, sem finni fyrir lyfjaskorti vegna lyfsins Elvanse, skipti um lyfið. Vísir/Arnar Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni. Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni.
Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04
Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24
Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25