Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:25 Formaður ADHD samtakana, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerð varðandi ADHD-lyfjanotkun flugliða breytt. Th: Vísir/Arnar. Tv: Vísir/Vilhelm Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“ Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“
Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira