Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 15:21 Maðurinn er á leiðinni í fangelsi aftur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira