Liverpool veit ekki hvenær hægt er að klára nýju stúkuna á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 15:31 Mo Salah og félagar í Liverpol þurfa áfram að horfa upp á hálftóma stúku á Anfield. Samsett/Getty Framkvæmdir við eina stúkuna á Anfield, heimavöll enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, eru stopp og félagið veit ekki alveg hvernig framhaldið verður. Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023 Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023
Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira