„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. ágúst 2023 19:28 Fjölmargir grunnskólar hófu göngu sína á ný í morgun eftir sumarfrí. Laugalækjaskóli var einn þeirra en þar tekur nú við símafrí. Vísir/Sigurjón Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans. Fjórir kostir standa nemendum í Laugalækjaskóla og forráðamönnum þeirra til boða til að láta símafríið ganga upp. Skilja símann eftir heima, stilla hann þannig að slökkt sé á tækinu á skólatíma, afhenda stjórnendum símann í upphafi dags eða fyrir þá sem telja sig geta staðist freistinguna, haft símann meðferðis en slökkt á honum. Efla félagslegan þroska „Okkur langaði til þess að nemendur gæfu símanum frí á skólatíma og nýttu tímann bara til að efla sig og þroska félagslega,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, um símafríið. Hann vonast til að sjá mun á frímínútum með reglunni. „Þar langar okkur að sjá nemendur vera gera meira skapandi og skemmtilegt frekar en að vera í afþreyingunni í símanum.“ Jón Páll er bjartsýnn á að verkefnið takist vel til og vonast til að heimilin taki umræðuna. „Það er nú einu sinni þannig að skólinn hefur ekkert heimild til að taka símann af börnum af eigin frumkvæði. Það er löngu búið að úrskurða um það þannig að símatími barna á skólatíma er alltaf á ábyrgð foreldra svona fyrst og síðast. En við viljum styðja fólk til að fara saman góðar leiðir,“ segir hann jafnframt. Þrátt fyrir að símarnir hafi ekki verið stórt vandamál telur Jón Páll að öryggi nemenda muni aukast með símafríinu. Tengsl við annað fólk Nemendur sem fréttastofa náði tali af voru þó ekki á einu máli um símafríið. „Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma. Þetta er mjög mikilvægt ár fyrir okkur og við þurfum að hafa tengsl við annað fólk í skólanum og það er gott að nota samfélagsmiðla ef við erum öll heima hjá okkur. Mér finnst þetta bæði sniðugt og ekki. Auðvitað finnst okkur fínt að vera í símanum en ég held að þetta geti verið gott tækifæri til að tala við annað fólk á göngunum og svona,“ sögðu vinkonurnar Freyja og Saga. Vinunum Loga og Alexander finnst þetta ömurlegt og hræðilegt. Þá eru vinkonurnar Kría og Laufey að hefja göngu í Laugalækjaskóla í sjöunda bekk og sagði Kría: „Þetta var það eina sem ég var búin að hlakka til að skipta um skóla, að mega vera í símanum en svo er bara hætt.“ Laufey segir símafríið þó ekki breyta miklu fyrir sig. „Ég er ekki viss um að ég myndi alltaf vera í símanum í skólanum.“ Erfitt að vera án klukku Ásdís og nokkrir aðrir nemendur sögðu símafríið í lagi, það væri þó fínt að geta kíkt á klukkuna á símanum annað slagið. „Það er svolítið erfitt að geta ekki kíkt á klukkuna því klukkurnar hérna eru svolítið seinar eða fyrr en annars er þetta bara fínt,“ sagði Emma Ósk. Þá voru vinkonurnar Ísabella og Urður einnig að hefja nám í sjöunda bekk við skólann og þær voru sammála um að símafríið væri svolítið pirrandi. „Þetta er svolítið svona pirrandi við erum búin að vera í Laugarnesskóla og búin að hlakka til að koma í Laugalækjar og fá að vera í símanum en það er ekki að fara gerast,“ sagði Ísabella og Urður bætti við: „Ég skil af hverju þau þurfa að gera þetta út af krakkar eru alltaf í símanum en samt er þetta smá pirrandi. Við getum ekki einu sinni kíkt á klukkuna eða neitt en samt skil ég það alveg að við megum ekki vera í símanum.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Grunnskólar Krakkar Reykjavík Tengdar fréttir Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Fjórir kostir standa nemendum í Laugalækjaskóla og forráðamönnum þeirra til boða til að láta símafríið ganga upp. Skilja símann eftir heima, stilla hann þannig að slökkt sé á tækinu á skólatíma, afhenda stjórnendum símann í upphafi dags eða fyrir þá sem telja sig geta staðist freistinguna, haft símann meðferðis en slökkt á honum. Efla félagslegan þroska „Okkur langaði til þess að nemendur gæfu símanum frí á skólatíma og nýttu tímann bara til að efla sig og þroska félagslega,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, um símafríið. Hann vonast til að sjá mun á frímínútum með reglunni. „Þar langar okkur að sjá nemendur vera gera meira skapandi og skemmtilegt frekar en að vera í afþreyingunni í símanum.“ Jón Páll er bjartsýnn á að verkefnið takist vel til og vonast til að heimilin taki umræðuna. „Það er nú einu sinni þannig að skólinn hefur ekkert heimild til að taka símann af börnum af eigin frumkvæði. Það er löngu búið að úrskurða um það þannig að símatími barna á skólatíma er alltaf á ábyrgð foreldra svona fyrst og síðast. En við viljum styðja fólk til að fara saman góðar leiðir,“ segir hann jafnframt. Þrátt fyrir að símarnir hafi ekki verið stórt vandamál telur Jón Páll að öryggi nemenda muni aukast með símafríinu. Tengsl við annað fólk Nemendur sem fréttastofa náði tali af voru þó ekki á einu máli um símafríið. „Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma. Þetta er mjög mikilvægt ár fyrir okkur og við þurfum að hafa tengsl við annað fólk í skólanum og það er gott að nota samfélagsmiðla ef við erum öll heima hjá okkur. Mér finnst þetta bæði sniðugt og ekki. Auðvitað finnst okkur fínt að vera í símanum en ég held að þetta geti verið gott tækifæri til að tala við annað fólk á göngunum og svona,“ sögðu vinkonurnar Freyja og Saga. Vinunum Loga og Alexander finnst þetta ömurlegt og hræðilegt. Þá eru vinkonurnar Kría og Laufey að hefja göngu í Laugalækjaskóla í sjöunda bekk og sagði Kría: „Þetta var það eina sem ég var búin að hlakka til að skipta um skóla, að mega vera í símanum en svo er bara hætt.“ Laufey segir símafríið þó ekki breyta miklu fyrir sig. „Ég er ekki viss um að ég myndi alltaf vera í símanum í skólanum.“ Erfitt að vera án klukku Ásdís og nokkrir aðrir nemendur sögðu símafríið í lagi, það væri þó fínt að geta kíkt á klukkuna á símanum annað slagið. „Það er svolítið erfitt að geta ekki kíkt á klukkuna því klukkurnar hérna eru svolítið seinar eða fyrr en annars er þetta bara fínt,“ sagði Emma Ósk. Þá voru vinkonurnar Ísabella og Urður einnig að hefja nám í sjöunda bekk við skólann og þær voru sammála um að símafríið væri svolítið pirrandi. „Þetta er svolítið svona pirrandi við erum búin að vera í Laugarnesskóla og búin að hlakka til að koma í Laugalækjar og fá að vera í símanum en það er ekki að fara gerast,“ sagði Ísabella og Urður bætti við: „Ég skil af hverju þau þurfa að gera þetta út af krakkar eru alltaf í símanum en samt er þetta smá pirrandi. Við getum ekki einu sinni kíkt á klukkuna eða neitt en samt skil ég það alveg að við megum ekki vera í símanum.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Grunnskólar Krakkar Reykjavík Tengdar fréttir Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03