Leita enn réttlætis áratug eftir efnavopnaárás Assads Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 21:01 Mynd sjónarvottar af fórnarlömbum sarínárás sýrlensk stjórnarhersins í Ghouta í ágúst 2013. AP/Media Office of Douma City Íbúar í Ghouta, úthverfi Damaskusar, eru gramir yfir því að enginn hafi verið látinn sæta ábyrgð á efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins sem varð á annað þúsund manns að bana árið 2013. Þvert á móti sé Bashar al-Assad, forseti, aftur boðinn velkominn í alþjóðasamfélagið. Eldflaugar með taugaeitrinu saríni dundu á austanverðu Ghouta 21. ágúst árið 2013. Borgarhlutinn var þá undir stjórn uppreisnarmanna sem reyndu að steypa Assad af stóli. Talið er að árásin hafi verið næstblóðugasta efnavopnaárásin á óbreytta borgara í sögunni. Aðeins efnavopnaárás Saddams Hussein á Kúrda í norðanverðu Írak árið 1988 drap fleiri. Bandarísk yfirvöld telja að fleiri en 1.400 manns hafi fallið í Ghouta. Þrátt fyrir að tíu ár séu nú liðin frá árásinni hefur enginn verið sóttur til saka fyrir hana. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur aldrei rannsakað sýrlensk stjórnvöld vegna hennar. Efnavopnastofnunin (OPCW) sendi aldrei rannsakendur til Ghouta þrátt fyrir að hún telji stjórn Assads ábyrga fyrir öðrum efnavopnaárásum, þar á meðal klórgasárás sem felldi 43 í Douma árið 2018. Ekki skorti þó sönnuargögnin frá vitnum sem tóku myndir og myndskeið sem eru studd gögnum sem sýna undirbúning stjórnarhersins fyrir árásina. Saríngasið sem var notað í Ghouta var sömu gerðar og það sem vitað er að sýrlenski herinn hafði átt allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. Assad var jafnvel boðinn velkominn í Arababandalagið í maí eftir áratugsbann fyrir kúgun á mótmælendum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Í staðinn fyrir að gera sökudólgana ábyrga er Assad tekinn aftur inn í Arababandalagið og boðið á alþjóðlegar ráðstefnur. Þannig er refsileysið fyrir ógeðfelldustu glæpina fest í sessi. Fyrir alla þá sem vilja taka í höndina á Assad ætti þetta afmæli að minna þá skýrt á þau voðaverk sem stjórn hans hefur framið,“ segir Laika Kiki, formaður þrýstihópsins The Syria Campaign. Bashar al-Assad, forseti Sýrlansd, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, í Kreml í mars. Rússar halda hlífiskildi yfir Assad og stjórn hans á alþjóðavettvangi.Vísir/EPA Börn þriðjungur þeirra látnu Lýsingar sjónarvotta á árásinni og eftirleik hennar eru hryllilegar. Abdel Rahman Sabhia, hjúkrunarfræðingur sem bjó í Ghouta, segist hafa verið orðinn vanur loftárásum og sprengjukúluregni en efnavopnarásin hafi verið annars eðlis. Göturnar hafi verið skuggalega hljóðar eins og í draugabæ. „Við brutumst inn í hús og sáum barn, aðeins nokkurra mánaða gamalt, látið í rúmi með foreldrum sínum,“ segir Sabhia við AP. Saríngasið, sem er þyngra en loft, sökk ofan í kjallara og loftvarnarbyrgi sem margar fjölskyldur leituðu í vegna stórskotaliðsárásar stjórnarhersins á borgina kvöldið áður. Um þriðjungur þeirra sem létust voru börn, mörg þeirra enn á náttfötunum, að sögn Washington Post. „Þetta er frekar illkvittið. Fyrst gerirðu sprengjuárás sem þýðir að þú kemur fólki ofan í sprengjubyrgi. Svo þegar þú ert kominn með fólkið ofan í byrgin á morgni eins og þessum dreifirðu gasinu sem þú veist að fer ofan í byrgin,“ sagði Åke Sellström, sænskur sérfræðingur sem stýrði rannsóknarteymi Sameinuðu þjóðanna sem var sent til Ghouta. Heilu fjölskyldurnar voru grafnar saman í stórum gröfum. Rústir íbúðarblokkar í Douma þar sem sýrlenski stjórnarherinn gerði klórgasárás í apríl árið 2018.AP/Hassan Ammar Eins og dómsdagur Taher Hijazi, áhugamyndatökumaður sem þá var 26 ára, náði að skjalfesta eftirleik árásarinnar nóttina sem hún var gerð. Fyrir utan sjúkrahús sá hann sjúkrahússstarfsmenn færa lík út á gangstétt til þess að búa til pláss fyrir fleiri fórnarlömb. „Ég sá hræðilegustu hluti. Ég sá karla, konur og börn, detta niður og deyja, fyrir utan sjúkrahúsið, fyrir framan sjúkrahúsið. Þetta var eins og dómsdagur,“ segir Hijazi við Washington Post. Eitt fórnarlambanna sem Hijazi sá var sex ára gömul stúlka sem lá á gólfinu og barðist við að ná andanum. „Hún var greinilega að kafna, að deyja. Ég hugsaði með mér: „hvers vegna læt ég ekki myndavélina frá mér og reyni að hjálpa þessu barni sem er að deyja?“ En það var ekkert sem ég gat gert,“ segir Hijazi. Kona heldur á mynd af börnum sem urðu fyrir saríneitrun í Ghouta á minningarathöfn um fórnarlömbin í París árið 2020.Vísir/EPA Njóta verndar Rússa á alþjóðavettvangi Sýrlandsstjórn hefur alla tíð neitað því að hafa beitt saríngasi í Ghouta. Hún nýtur stuðnings stjórnvalda í Kreml sem hjálpuðu Assad jafnframt að endurheimta stóra hluta Sýrlands úr höndum uppreisnarmanna, meðal annars með grimmilegum loftárásum á íbúðarhverfi. Rússar hafa nýtt neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og áhrif innan alþjóðastofnana til þess að koma í veg fyrir rannsókn á voðaverkinu. Bæði þeir og stjórn Assads hafa haldið uppi stoðlausum samsæriskenningum um að það hafi í raun verið uppreisnarmenn sem beittu saríngasinu og látist vera stjórnarherinn til þess að reyna að draga Bandaríkin og önnur vestræn ríki inn í borgarastríðið. Margir kenna þó einnig vestrænum ríkjum og lydduskap þeirra um að engum hafi verið refsað fyrir taugaeitursárásina. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna á þeim tíma, hafði lýst efnavopnaárás sem „rauðri línu“ sem sýrlenska stjórnin mætti ekki fara yfir en gugnaði á að fylgja þeim orðum eftir. Þá komst stjórn Assads upp með að halda áfram að nota önnur efnavopn eins og klórgas eftir að hún féllst á að gangast undir bann við notkun saríns. „Við misstum trú á alþjóðasamfélaginu. Af hverju ættum við að treysta þeim ef við höfum ekki enn séð réttlæti fyrir öll börnin sem misstu fjölskyldu sína?“ segir hjúkrunarfræðingurinn Sabhia við AP. Sýrland Hernaður Mannréttindi Rússland Tengdar fréttir Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. 27. nóvember 2019 12:00 Líklegt að klórgas hafi verið notað í árásinni í Douma Efnavopnastofnunin í Haag (OPWC) hefur gefið út skýrslu varðandi efnavopnaárásina í bænum Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári. 2. mars 2019 15:52 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Eldflaugar með taugaeitrinu saríni dundu á austanverðu Ghouta 21. ágúst árið 2013. Borgarhlutinn var þá undir stjórn uppreisnarmanna sem reyndu að steypa Assad af stóli. Talið er að árásin hafi verið næstblóðugasta efnavopnaárásin á óbreytta borgara í sögunni. Aðeins efnavopnaárás Saddams Hussein á Kúrda í norðanverðu Írak árið 1988 drap fleiri. Bandarísk yfirvöld telja að fleiri en 1.400 manns hafi fallið í Ghouta. Þrátt fyrir að tíu ár séu nú liðin frá árásinni hefur enginn verið sóttur til saka fyrir hana. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur aldrei rannsakað sýrlensk stjórnvöld vegna hennar. Efnavopnastofnunin (OPCW) sendi aldrei rannsakendur til Ghouta þrátt fyrir að hún telji stjórn Assads ábyrga fyrir öðrum efnavopnaárásum, þar á meðal klórgasárás sem felldi 43 í Douma árið 2018. Ekki skorti þó sönnuargögnin frá vitnum sem tóku myndir og myndskeið sem eru studd gögnum sem sýna undirbúning stjórnarhersins fyrir árásina. Saríngasið sem var notað í Ghouta var sömu gerðar og það sem vitað er að sýrlenski herinn hafði átt allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. Assad var jafnvel boðinn velkominn í Arababandalagið í maí eftir áratugsbann fyrir kúgun á mótmælendum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Í staðinn fyrir að gera sökudólgana ábyrga er Assad tekinn aftur inn í Arababandalagið og boðið á alþjóðlegar ráðstefnur. Þannig er refsileysið fyrir ógeðfelldustu glæpina fest í sessi. Fyrir alla þá sem vilja taka í höndina á Assad ætti þetta afmæli að minna þá skýrt á þau voðaverk sem stjórn hans hefur framið,“ segir Laika Kiki, formaður þrýstihópsins The Syria Campaign. Bashar al-Assad, forseti Sýrlansd, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, í Kreml í mars. Rússar halda hlífiskildi yfir Assad og stjórn hans á alþjóðavettvangi.Vísir/EPA Börn þriðjungur þeirra látnu Lýsingar sjónarvotta á árásinni og eftirleik hennar eru hryllilegar. Abdel Rahman Sabhia, hjúkrunarfræðingur sem bjó í Ghouta, segist hafa verið orðinn vanur loftárásum og sprengjukúluregni en efnavopnarásin hafi verið annars eðlis. Göturnar hafi verið skuggalega hljóðar eins og í draugabæ. „Við brutumst inn í hús og sáum barn, aðeins nokkurra mánaða gamalt, látið í rúmi með foreldrum sínum,“ segir Sabhia við AP. Saríngasið, sem er þyngra en loft, sökk ofan í kjallara og loftvarnarbyrgi sem margar fjölskyldur leituðu í vegna stórskotaliðsárásar stjórnarhersins á borgina kvöldið áður. Um þriðjungur þeirra sem létust voru börn, mörg þeirra enn á náttfötunum, að sögn Washington Post. „Þetta er frekar illkvittið. Fyrst gerirðu sprengjuárás sem þýðir að þú kemur fólki ofan í sprengjubyrgi. Svo þegar þú ert kominn með fólkið ofan í byrgin á morgni eins og þessum dreifirðu gasinu sem þú veist að fer ofan í byrgin,“ sagði Åke Sellström, sænskur sérfræðingur sem stýrði rannsóknarteymi Sameinuðu þjóðanna sem var sent til Ghouta. Heilu fjölskyldurnar voru grafnar saman í stórum gröfum. Rústir íbúðarblokkar í Douma þar sem sýrlenski stjórnarherinn gerði klórgasárás í apríl árið 2018.AP/Hassan Ammar Eins og dómsdagur Taher Hijazi, áhugamyndatökumaður sem þá var 26 ára, náði að skjalfesta eftirleik árásarinnar nóttina sem hún var gerð. Fyrir utan sjúkrahús sá hann sjúkrahússstarfsmenn færa lík út á gangstétt til þess að búa til pláss fyrir fleiri fórnarlömb. „Ég sá hræðilegustu hluti. Ég sá karla, konur og börn, detta niður og deyja, fyrir utan sjúkrahúsið, fyrir framan sjúkrahúsið. Þetta var eins og dómsdagur,“ segir Hijazi við Washington Post. Eitt fórnarlambanna sem Hijazi sá var sex ára gömul stúlka sem lá á gólfinu og barðist við að ná andanum. „Hún var greinilega að kafna, að deyja. Ég hugsaði með mér: „hvers vegna læt ég ekki myndavélina frá mér og reyni að hjálpa þessu barni sem er að deyja?“ En það var ekkert sem ég gat gert,“ segir Hijazi. Kona heldur á mynd af börnum sem urðu fyrir saríneitrun í Ghouta á minningarathöfn um fórnarlömbin í París árið 2020.Vísir/EPA Njóta verndar Rússa á alþjóðavettvangi Sýrlandsstjórn hefur alla tíð neitað því að hafa beitt saríngasi í Ghouta. Hún nýtur stuðnings stjórnvalda í Kreml sem hjálpuðu Assad jafnframt að endurheimta stóra hluta Sýrlands úr höndum uppreisnarmanna, meðal annars með grimmilegum loftárásum á íbúðarhverfi. Rússar hafa nýtt neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og áhrif innan alþjóðastofnana til þess að koma í veg fyrir rannsókn á voðaverkinu. Bæði þeir og stjórn Assads hafa haldið uppi stoðlausum samsæriskenningum um að það hafi í raun verið uppreisnarmenn sem beittu saríngasinu og látist vera stjórnarherinn til þess að reyna að draga Bandaríkin og önnur vestræn ríki inn í borgarastríðið. Margir kenna þó einnig vestrænum ríkjum og lydduskap þeirra um að engum hafi verið refsað fyrir taugaeitursárásina. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna á þeim tíma, hafði lýst efnavopnaárás sem „rauðri línu“ sem sýrlenska stjórnin mætti ekki fara yfir en gugnaði á að fylgja þeim orðum eftir. Þá komst stjórn Assads upp með að halda áfram að nota önnur efnavopn eins og klórgas eftir að hún féllst á að gangast undir bann við notkun saríns. „Við misstum trú á alþjóðasamfélaginu. Af hverju ættum við að treysta þeim ef við höfum ekki enn séð réttlæti fyrir öll börnin sem misstu fjölskyldu sína?“ segir hjúkrunarfræðingurinn Sabhia við AP.
Sýrland Hernaður Mannréttindi Rússland Tengdar fréttir Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. 27. nóvember 2019 12:00 Líklegt að klórgas hafi verið notað í árásinni í Douma Efnavopnastofnunin í Haag (OPWC) hefur gefið út skýrslu varðandi efnavopnaárásina í bænum Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári. 2. mars 2019 15:52 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. 27. nóvember 2019 12:00
Líklegt að klórgas hafi verið notað í árásinni í Douma Efnavopnastofnunin í Haag (OPWC) hefur gefið út skýrslu varðandi efnavopnaárásina í bænum Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári. 2. mars 2019 15:52