Íslenski boltinn

Frammistaða Frederiks veki upp spurningar: „Eins og honum liði ekki vel“

Aron Guðmundsson skrifar
Frederik Schram í leik með Val 
Frederik Schram í leik með Val  Vísir/Vilhelm

Frammi­­staða Frederik Schram, mark­varðar Vals, í leik liðsins gegn topp­liði Víkings Reykja­víkur á dögunum var til um­­ræðu í upp­­­gjörs­þætti Bestu deildarinnar, Stúkunni í gær.

Frederik virkaði ekki alveg klár í leikinn og vakti frammi­­staða hans upp vanga­veltur hjá sér­­­fræðingum Stúkunnar, þeim Atla Viðari Björns­­syni og Baldri Sigurðs­­syni.

„Ég set stórt spurningar­­merki við Frederik í leiknum,“ sagði Atli Viðar. „Ef við byrjum á öðru marki Víkinga, þar verður hann bara að gjöra svo vel að gera betur. Hann getur ekki gefið svona þægi­­legt mark niðri í nær­horni sínu.

Manni fannst hann vera ó­­líkur sér í þessum leik, þetta mark er svo sannar­­lega ó­­líkt honum. Þá er upp­­­spilið hans, þegar að hann var með boltann við tærnar á sér, í besta falli skrýtið allan leikinn.

Hann notaði vinstri fótinn furðu­­lega mikið og mér fannst hann alltaf virka þvingaður og stirður, eins og honum liði ekki vel. Ég velti því fyrir mér, á meðan að ég horfði á leikinn, hvort hann væri yfir höfuð heill heilsu. Þetta voru þannig til­­burðir.“

Klippa: Frammistaða Frederik veki upp spurningar

Guð­­mundur Bene­dikts­­son, umsjónarmaður Stúkunnar, tók þá boltann á lofti og segir menn þá giska á hvort Fredrik sé meiddur hægra megin í líkamanum.

„Eins og þú segir tók hann boltann eigin­­lega alltaf strax, með fyrstu snertingu, yfir á vinstri fótinn og þegar að hann er að fara niður til hægri í þessu öðru marki Víkinga þá lítur hann bara alls ekki vel út.“

Þá segir Baldur Sigurðs­­son, sér­­­fræðingur Stúkunnar að Fredrik hafi, með frammi­­stöðu sinni í sumar, sett gríðar­­lega háann standard á væntingum í hans garð.

„Miðað við hvernig hann hefur spilað frá því að hann kom inn í deildina. Þetta var því ó­­eðli­­legt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×