Erlent

Hilary lék Kaliforníu grátt

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður biður eftir aðstoð í Cathedral City í sunnanverðri Kaliforníu.
Maður biður eftir aðstoð í Cathedral City í sunnanverðri Kaliforníu. AP/Mark J. Terrill)

Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð.

Búið er að gefa út viðvaranir víða um norðvestanverð Bandaríkin.

Hilary var fyrsta hitabeltislægðin til að ná landi í Kaliforníu í 84 ár en fyrst skall hún á Baja California-skaganum í Mexíkó. Þar er vitað til þess að minnst einn dó vegna umfangsmikilla flóða. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið í Kaliforníu, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Fréttaveitan segir sérfræðinga þó enn óttast aurskriður í Kaliforníu þar sem jarðvegurinn sé mjög blautur. Á sunnudaginn mældist mesta rigning sem mælst hefur í San Diego.


Tengdar fréttir

Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu

Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum.

Búa sig undir flóð og „sögu­lega mikla“ rigningu vegna Hilary

Yfir­völd í Mexíkó og í Banda­ríkjunum búa sig nú undir komu felli­bylsins Hilary en því mun fylgja gríðar­leg rigning og búa yfir­völd í Kali­forníu­ríki sig undir mikil flóð vegna veður­ofsans sem óttast er að geti valdið mann­skaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×