Willum Þór á skotskónum á meðan Albert og félagar voru kjöldregnir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 20:56 Willum Þór skoraði í öruggum sigri. Vísir/Getty Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka Go Ahead Eagles þegar liðið vann 4-1 sigur í 2. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kristian Nökkvi Hlynsson kom í fyrsta skipti við sögu hjá aðalliði Ajax. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa máttu þola 1-4 tap á heimavelli í endurkomu sinni í Serie A. Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði GA Eagles þegar liðið tók á móti FC Volendam. Skoraði hann þriðja mark liðsins á 40. mínútu og sá til þess að Ernirnir voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Bobby Adekanye gerði leikinn spennandi með því að láta reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Ernirnir því manni færri allan síðari hálfleikinn. Það tókst gestunum ekki að nýta sér betur en svo að þeir skoruðu eitt mark en þar sem heimamenn gerðu það einnig þá lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Ernirnir töpuðu fyrsta leik tímabilsins og sigur kvöldsins því kærkominn. Stórlið Ajax tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Excelsior. Kristian Nökkvi kom inn af bekknum á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar staðan var þegar orðin 2-2. Ajax nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Kristian Hlynsson made his debut for Ajax in Eredivise. Huge talent Top player pic.twitter.com/oykIZYiQ5Z— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 19, 2023 Á Ítalíu sneri Genoa aftur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem átti aldrei möguleika gegn Fiorentina. Gestirnir voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Ef það var ekki nóg þá bættu þeir við fjórða markinu áður en Genoa minnkaði muninn, lokatölur 1-4. Önnur úrslit á Ítalíu voru þau að meistarar Napoli unnu 3-1 útisigur á Frosinone. Victor Osimhen með tvennu í liði Napoli. Þá vann Inter 2-0 sigur á Monza þökk sé tvennu frá Lautaro Martínez. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði GA Eagles þegar liðið tók á móti FC Volendam. Skoraði hann þriðja mark liðsins á 40. mínútu og sá til þess að Ernirnir voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Bobby Adekanye gerði leikinn spennandi með því að láta reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Ernirnir því manni færri allan síðari hálfleikinn. Það tókst gestunum ekki að nýta sér betur en svo að þeir skoruðu eitt mark en þar sem heimamenn gerðu það einnig þá lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Ernirnir töpuðu fyrsta leik tímabilsins og sigur kvöldsins því kærkominn. Stórlið Ajax tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Excelsior. Kristian Nökkvi kom inn af bekknum á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar staðan var þegar orðin 2-2. Ajax nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Kristian Hlynsson made his debut for Ajax in Eredivise. Huge talent Top player pic.twitter.com/oykIZYiQ5Z— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 19, 2023 Á Ítalíu sneri Genoa aftur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem átti aldrei möguleika gegn Fiorentina. Gestirnir voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Ef það var ekki nóg þá bættu þeir við fjórða markinu áður en Genoa minnkaði muninn, lokatölur 1-4. Önnur úrslit á Ítalíu voru þau að meistarar Napoli unnu 3-1 útisigur á Frosinone. Victor Osimhen með tvennu í liði Napoli. Þá vann Inter 2-0 sigur á Monza þökk sé tvennu frá Lautaro Martínez.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira