Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 10:58 Bílaröð við bensínstöð við eina veginn suður frá Yellowknife í Norðurvesturhéruðum Kanada. AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42