Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 10:58 Bílaröð við bensínstöð við eina veginn suður frá Yellowknife í Norðurvesturhéruðum Kanada. AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Hundruð elda brenna nú í strjálbýlum Norðvesturhéruðunum en einn þeirra stefnir á Yellowknife. Hann var um sextán kílómetra frá norðurenda bæjarins í gær. Slökkviliðsflugvélar eru nú notaðar til þess að sleppa vatni á eldinn við Yellowknife úr lofti. Hermenn vinna jafnframt að því að ryðja skóg til þess að hefta útbreiðslu eldsins. Yfirvöld óttuðust að sterkur norðlægur vindur ætti eftir að beina eldinum að einu hraðbrautinni sem liggur burt frá eldunum. Bíll við bíl var á hraðbrautinni þegar bæjarbúar komu sér undan áður en frestur til þess rennur út í hádeginu að staðartíma í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fimmtán hundruð manns voru fluttir burt með tíu flugvélum í gær. Í dag stendur til að flytja 1.800 manns til viðbótar í 22 flugferðum. Rebecca Alty, bæjarstjóri í Yellowknife, sagði að eldurinn sjálfur væri ekki eina áhyggjuefnið. „Í ljósi þykks reyks sem er á leiðinni hvetjum við alla íbúa til þess að yfirgefa bæinn eins fljótt og hægt er,“ sagði Alty í gær. Hermenn gerðu rjóður til þess að freista þess að hægja á eldinum sem brennur við Yellowknife á miðvikudag.AP/Master Cpl. Alana Morin/Kanadíski herinn/The Canadian Press/A Óvenjulegir þurrkar Eldarnir hafa nú þegar valdið miklu tjóni í Norðvesturhéruðunum. Smábærinn Enterprise brann nánast til grunna en ekkert manntjón varð þó. Um 6.800 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu. Shane Thompson, umhverfisráðherra Norðvesturhéraðanna, segir að útlit sé fyrir að allt að 65 prósent um 46.000 íbúa fylkisins þurfi að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þremur fjöldahjálpastöðvum hefur verið komið upp fyrir flóttafólkið í nágrannaríkinu Alberta. Um 1.100 kílómetra leið er frá Yellowknife að þeirri sem er næst. Metfjöldi gróðurelda geisar nú í Kanada. Það sem af er ári hafa fleiri en 5.700 eldar kviknað og brennt meira en 137.000 ferkílómetra lands víðs vegar um landið. Í gærkvöldi geisuðu enn 1.046 eldar, um helmingur þeirra stjórnlaust. Yfirvöld segja að langvarandi þurrkur eigi þátt í fjölda og ákafa eldanna í ár. Hitabylgjur hafa bætt gráu ofan á svart. Óvenjuþurrt hefur verið víða um Kanada. Frestur til þess að rýma Yellowknife er til hádegis í dag. Íbúar voru þó hvattir til að koma sér burt tímanalega af ótta við að eldur eða reykur gæti tept einu leiðina út úr bænum til suðurs.AP/Jeff McIntosh/The Canadian Press Veit ekki hvort hún komi heim aftur Bílalestin frá Yellowknife var löng í gær. Linda Croft, starfsmaður bensínstöðvar um þrjú hundruð kílómetra suður af bænum segir að röðin eftir eldsneyti þar hafi verið mögnuð. „Það sér ekki fyrir endann á henni,“ sagði Croft við AP. Angela Canning, íbúi Yellowknife, pakkaði mikilvægum skjölum, munum með tilfiningalegt gildi og nauðsynjum í húsbíl sinn með tveimur hundum sínum. Eiginmaður hennar varð eftir sem nauðsynlegur starfsmaður. „Ég er virkilega kvíðin og hrædd. Ég er í uppnámi, ég er í áfalli. Ég veit ekki hvað bíður mín þegar ég kem aftur heim eða hvort ég komi heim, Það er svo mikil óvissa hérna,“ sagði hún.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42