Félagaskiptaglugginn lokaður hjá United nema félagið nái að selja Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 18:00 Maguire ætlar sér að vera áfram hjá Manchester United og Scott McTominay sömuleiðis. Vísir/Getty Ólíklegt er talið að Manchester United kaupi fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. Félaginu hefur enn ekki tekist að selja þá Harry Maguire og Scott McTominay til að fjármagna frekari kaup. Manchester United hefur styrkt lið sitt með þremur nýjum leikmönnum fyrir tímabilið sem framundan er í vetur. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea, Andre Onana frá Inter og Rasmus Hojlund frá Atalanta. Nú greinir Skysports hins vegar frá því að ólíklegt sé að félagið kaupi fleiri leikmenn. United hefur ekki tekist að selja þá Harry Maguire og Scott McTominay en það er talið nauðsynlegt til að afla fjár til frekari kaupa. United hafði samþykkt tilboð West Ham í Maguire en enski landsliðsmaðurinn vill berjast fyrir sæti sínu í liði Erik ten Hag. Þá er einnig talið ólíklegt að McTominay yfirgefi United áður en félagaskiptaglugginn lokar. Félagið hefur verið orðað við frekari kaup á síðustu dögum og helst hafa þeir Benjamin Pavard, leikmaður Bayern Munchen, og Sofyan Amrabat, leikmaður Fiorentina, verið nefndir til sögunnar. „Bara vegna þess að þetta sé ekki að gerast núna þá er Manchester United enn áhugasamt um þessa leikmenn. Ef einhverjir stórar sölur ganga í gegn þá er það okkar skilningur að þeir geti samið um kaup á allavega öðrum þessara leikmanna,“ sagði Dharmesh Sheth í þættinum Transfer Show á Skysports. „Því lengra sem líður á félagaskiptagluggann þá verður erfiðara að klára þessa samninga. Það tekur tíma að ganga frá stórum samningum. Áhuginn er til staðar, þeir vilja ná í miðvörð og miðjumann. En það þurfa leikmenn að yfirgefa félagið til að búa til pláss í hópnum og fá inn pening.“ Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Manchester United hefur styrkt lið sitt með þremur nýjum leikmönnum fyrir tímabilið sem framundan er í vetur. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea, Andre Onana frá Inter og Rasmus Hojlund frá Atalanta. Nú greinir Skysports hins vegar frá því að ólíklegt sé að félagið kaupi fleiri leikmenn. United hefur ekki tekist að selja þá Harry Maguire og Scott McTominay en það er talið nauðsynlegt til að afla fjár til frekari kaupa. United hafði samþykkt tilboð West Ham í Maguire en enski landsliðsmaðurinn vill berjast fyrir sæti sínu í liði Erik ten Hag. Þá er einnig talið ólíklegt að McTominay yfirgefi United áður en félagaskiptaglugginn lokar. Félagið hefur verið orðað við frekari kaup á síðustu dögum og helst hafa þeir Benjamin Pavard, leikmaður Bayern Munchen, og Sofyan Amrabat, leikmaður Fiorentina, verið nefndir til sögunnar. „Bara vegna þess að þetta sé ekki að gerast núna þá er Manchester United enn áhugasamt um þessa leikmenn. Ef einhverjir stórar sölur ganga í gegn þá er það okkar skilningur að þeir geti samið um kaup á allavega öðrum þessara leikmanna,“ sagði Dharmesh Sheth í þættinum Transfer Show á Skysports. „Því lengra sem líður á félagaskiptagluggann þá verður erfiðara að klára þessa samninga. Það tekur tíma að ganga frá stórum samningum. Áhuginn er til staðar, þeir vilja ná í miðvörð og miðjumann. En það þurfa leikmenn að yfirgefa félagið til að búa til pláss í hópnum og fá inn pening.“
Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira