Fjölgun Covid-19 smitaðra Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 11:51 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira