Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 12:08 Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson höfðu betur gegn ítalska stjórnarflokknum Fratelli d'Italia, sem Giorgia Meloni fer fyrir, vegna óleyfilegrar notkunar flokksins á myndinni. Twitter/AP Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum. Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum.
Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira