Grínaðist með hjónabandið og drap konuna fjórum árum síðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 10:55 Timothy Bliefnick keppti í Family Feud árið 2019 og grínaðist með að hjónaband sitt hefðu verið mistök. Hér er hann með kynninum vinsæla, Steve Harvey. Youtube Bandarískur maður sem grínaðist með hjónaband sitt í þáttunum Family Feud fékk lífstíðardóm fyrir að skjóta fyrrverandi eiginkonu sína til bana. Hann hafði rannsakað ítarlega hvernig hann ætti að fremja morðið. Hinn 40 ára gamli Timothy Bliefnick hlaut þrefaldan lífstíðardóm á föstudag í Illinois-ríki fyrir að brjótast inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Rebeccu Postle Bliefnick, í febrúar og skjóta hana fjórtán sinnum með hljóðdeyfðri byssu með þeim afleiðingum að hún lést. Rebecca bjó ein með þremur sonum þeirra, sem voru á aldrinum sex, tíu og tólf ára, í borginni Quincy í Illinois. Þau hjónin skildu árið 2021 og deildu forræði yfir drengjunum. Faðir Rebeccu fann lík hennar eftir að hún hafði ekki sótt synina í skólann. Í samtali við lögreglu laug Timothy því að hann kannaðist ekkert við málið og að innbrotsþjófar hefðu brotist inn í húsið. Þær útskýringar dugðu hins vegar skammt. Gúgglaði hvernig ætti að brjótast inn Við rannsókn málsins kom í ljós að Timothy hafði rannsakað hvernig ætti að fremja morðið og leitað að upplýsingum á netinu. Hann hafði meðal annars gúgglað hvernig ætti að brjóta upp glugga með kúbeini og búa til heimagerðan hljóðdeyfi. Lögreglumynd af Timothy Bliefnick sem fékk þrefaldan lífstíðardóm fyrir hrottalegt morð á fyrrverandi eiginkonu sinni..Adams County Jail „Þú rannsakaðir þetta morð,“ sagði dómarinn Robert Adrian við Bliefnick þegar hann kvað upp dóminn. „Þú skipulagðir þetta morð. Þú æfðir þetta morð. Þú braust inn í húsið hennar og skaust hana einu sinni, tvisvar, þrisvar, fjórum, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf, þrettán, fjórtán sinnum,“ sagði dómarinn. „Ég veit ekki hvað þetta tók þig langan tíma en sumum skotanna var skotið á meðan hún lá á gólfinu,“ sagði dómarinn. „Þú gerðir þetta allt á meðan börnin þín voru sofandi í húsi þínu, makindaleg í rúmum sínum.“ Móðir Rebeccu Bliefnick, sem var yfirleitt kölluð Becky, las upp yfirlýsingu fyrir dóminum „Við höfum verið skilin eftir með tóm sem er ekki hægt að fylla. Við eigum bara minningar. Sál þín er svört af hatri. Í hjarta þínu er aðeins ást á sjálfum þér. Þú ættir aldrei að fá að ganga laus aftur.“ Óttaðist eiginmanninn fyrrverandi Timothy Bliefnick keppti í spurningaþáttunum Family Feud með fjölskyldu sinni árið 2019. Eiginkona hans var ekki með í þættinum en kom þó við sögu þegar þáttastjórnandinn Steve Harvey spurði hann hver hefðu verið stærstu mistökin sem Timothy hefði gert í brúðkaupi sínu. Bliefnick-fjölskyldan á meðan allt lék í lyndi.Facebook Bliefnick sagðist þá elska konuna sína en mistökin hefðu verið að segja já við altarið. Hann dró síðan strax í land og sagði „Ekki mín mistök. Ég elska konuna mína.“ „Ég er að fara að lenda í vandræðum út af þessu,“ bætti hann síðan vandræðalega við. Þau hjónin giftu sig árið 2009 en skildu 2021. Skilnaðurinn var ljótur og sóttu þau bæði um nálgunarbann hvort gegn öðru. Þá hafði Rebecca Bliefnick sagt við systur sína að hún óttaðist Timothy. Fyrir dauða sinn hafði Rebecca sent sms á systur sína þar sem hún sagðist óttast að Timothy myndi reyna að skaða hana einhvern veginn og reyna að taka hana frá börnum sínum eða börnin frá henni. Sá ótti var greinilega á rökum reistur. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Hinn 40 ára gamli Timothy Bliefnick hlaut þrefaldan lífstíðardóm á föstudag í Illinois-ríki fyrir að brjótast inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Rebeccu Postle Bliefnick, í febrúar og skjóta hana fjórtán sinnum með hljóðdeyfðri byssu með þeim afleiðingum að hún lést. Rebecca bjó ein með þremur sonum þeirra, sem voru á aldrinum sex, tíu og tólf ára, í borginni Quincy í Illinois. Þau hjónin skildu árið 2021 og deildu forræði yfir drengjunum. Faðir Rebeccu fann lík hennar eftir að hún hafði ekki sótt synina í skólann. Í samtali við lögreglu laug Timothy því að hann kannaðist ekkert við málið og að innbrotsþjófar hefðu brotist inn í húsið. Þær útskýringar dugðu hins vegar skammt. Gúgglaði hvernig ætti að brjótast inn Við rannsókn málsins kom í ljós að Timothy hafði rannsakað hvernig ætti að fremja morðið og leitað að upplýsingum á netinu. Hann hafði meðal annars gúgglað hvernig ætti að brjóta upp glugga með kúbeini og búa til heimagerðan hljóðdeyfi. Lögreglumynd af Timothy Bliefnick sem fékk þrefaldan lífstíðardóm fyrir hrottalegt morð á fyrrverandi eiginkonu sinni..Adams County Jail „Þú rannsakaðir þetta morð,“ sagði dómarinn Robert Adrian við Bliefnick þegar hann kvað upp dóminn. „Þú skipulagðir þetta morð. Þú æfðir þetta morð. Þú braust inn í húsið hennar og skaust hana einu sinni, tvisvar, þrisvar, fjórum, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf, þrettán, fjórtán sinnum,“ sagði dómarinn. „Ég veit ekki hvað þetta tók þig langan tíma en sumum skotanna var skotið á meðan hún lá á gólfinu,“ sagði dómarinn. „Þú gerðir þetta allt á meðan börnin þín voru sofandi í húsi þínu, makindaleg í rúmum sínum.“ Móðir Rebeccu Bliefnick, sem var yfirleitt kölluð Becky, las upp yfirlýsingu fyrir dóminum „Við höfum verið skilin eftir með tóm sem er ekki hægt að fylla. Við eigum bara minningar. Sál þín er svört af hatri. Í hjarta þínu er aðeins ást á sjálfum þér. Þú ættir aldrei að fá að ganga laus aftur.“ Óttaðist eiginmanninn fyrrverandi Timothy Bliefnick keppti í spurningaþáttunum Family Feud með fjölskyldu sinni árið 2019. Eiginkona hans var ekki með í þættinum en kom þó við sögu þegar þáttastjórnandinn Steve Harvey spurði hann hver hefðu verið stærstu mistökin sem Timothy hefði gert í brúðkaupi sínu. Bliefnick-fjölskyldan á meðan allt lék í lyndi.Facebook Bliefnick sagðist þá elska konuna sína en mistökin hefðu verið að segja já við altarið. Hann dró síðan strax í land og sagði „Ekki mín mistök. Ég elska konuna mína.“ „Ég er að fara að lenda í vandræðum út af þessu,“ bætti hann síðan vandræðalega við. Þau hjónin giftu sig árið 2009 en skildu 2021. Skilnaðurinn var ljótur og sóttu þau bæði um nálgunarbann hvort gegn öðru. Þá hafði Rebecca Bliefnick sagt við systur sína að hún óttaðist Timothy. Fyrir dauða sinn hafði Rebecca sent sms á systur sína þar sem hún sagðist óttast að Timothy myndi reyna að skaða hana einhvern veginn og reyna að taka hana frá börnum sínum eða börnin frá henni. Sá ótti var greinilega á rökum reistur.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira