Innlent

Líðan hins slasaða sögð stöðug

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn var fluttur slasaður á sjúkrahúsið á Akureyri.
Maðurinn var fluttur slasaður á sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Líðan mannsins sem fluttur var alvarlega slasaður á slysadeild, eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi, er stöðug samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Tilkynnt var um slysið sem átti sér stað á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan 00:30 aðfaranótt sunnudags. Einn var fluttur alvarlega slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú hafa þær upplýsingar fengist frá lögreglu að ástand hans sé stöðugt og hann ekki talinn í lífshættu.

Rannsókn málsins heldur áfram í þessari viku en lögrega var við störf á vettvangi inn í nóttina.

Vegfarandi tjáði fréttastofu að þrír lögreglubílar og sjúkrabíll hefðu verið á vettvangi ásamt þyrlunni. Honum hefði virst sem bíllinn hefði verið nánast gjöreyðilagður.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×