Ranglega handtekin á grundvelli gervigreindarforrits Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2023 14:31 Gervigreindarforrit eru notuð í sífellt meira mæli af lögreglunni í Bandaríkjunum til að bera kennsl á og finna fólk sem brýtur af sér og næst á mynd. Í öllum þeim tilvikum sem vitað er um, þar sem lögreglan handtók ranga manneskju, hefur verið um blökkufólk að ræða. Getty Images Rúmlega þrítug kona var handtekin fyrir að stela bíl og ógna eigandanum með byssu, eftir að gervigreindarforrit bar kennsl á konuna með hjálp mynda úr eftirlitsmyndavél. Gervigreindin gleymdi því hins vegar að konan var komin 8 mánuði á leið en ræninginn bar ekki barn undir belti. Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni. Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Hélt að einhver væri að gera sér grikk Porcha Woodruff hélt að það væri einhver að stríða henni þegar sex lögreglumenn í fullum skrúða bönkuðu upp á hjá henni snemma á fimmtudagsmorgni og tilkynntu henni að hún væri handtekin, grunuð um að hafa stolið bíl á bensínstöð. Porcha var í óðaönn að gefa börnunum sínum, 6 og 12 ára, morgunverð og senda þau í skóla. Var nálægt því að missa barnið Hún benti lögregluþjónunum á magann á sér og spurði hvort þeir væru ekki að grínast, hún væri komin átta mánuði á leið. Þeir héldu nú ekki, handjárnuðu hana og stungu henni inn í fangaklefa þar sem hún mátti sitja á steinbekk í 11 klukkustundir, fram að kvöldmat. Henni var sleppt gegn greiðslu 100.000 dala tryggingu, og þá var farið beint með hana á bráðamóttöku. Þar sögðu læknar að hún hefði orðið fyrir ofþornun og að það væri mesta mildi að Porcha hefði ekki misst barnið sitt. Lögreglan í Detroit hefur tekið í notkun gervigreindarforrit sem er notað til að bera kennsl á fólk sem brýtur af sér og næst á myndir eftirlitsmyndavéla. Í gagnasafni lögreglunnar var 8 ára gömul mynd af Porchu, þar sem hún hafði á sínum tíma ekið með útrunnið ökuskírteini. Gervigreindarforritið sagði að Porcha væri á myndinni þar sem kona sést stela bíl á bensínstöð. Og það var eins og við manninn mælt, lögreglan skundaði heim til hennar og handtók hana. Jafnvel þó að konan á myndinni hafi ekki verið ólétt. Mistökin snúast alltaf um blökkufólk Porcha hefur nú stefnt lögreglunni í Detroit fyrir handtökuna. Tvö önnur mál eru nú rekin gegn lögreglunni í borginni af sömu ástæðu. Lögmenn Porchu segja dæmin sanna að myndgreiningarforritin séu mjög ófullkomin og geri ótal mistök, sem alltaf lúti að rangri myndgreiningu á blökkufólki. Það séu því, þegar öllu er á botninn hvolft, innbyggðir fordómar í sjálfri gervigreindinni.
Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira