Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:38 Fíkjutré rís innan um brunarústir í bænum Lahaina á Havaí. /Rick Bowmer) ap Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“ „Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“ „Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14