Innlent

Skipu­lags­full­trúi sam­þykkir breytingar á Landa­kots­reit

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Völlurinn mun standa á landi í eigu kaþólsku kirkjunnar, sem hefur lagt blessun sína yfir framkvæmdina.
Völlurinn mun standa á landi í eigu kaþólsku kirkjunnar, sem hefur lagt blessun sína yfir framkvæmdina.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Breytingin mun greiða fyrir byggingu sparkvallar á Landakotstúni.

Samkvæmt breytingunni verða stærri svæði innan núverandi útivistarsvæðis skilgreind sem leik-, íþrótta- og dvalarsvæði. Tillagan var auglýst frá 15. júní til 27. júlí en engar athugasemdir bárust.

Borgarráð samþykkti fyrr á árinu að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breyttu skipulagi til að greiða fyrir byggingu sparkvallar eða battvallar á Landakotstúni. Áformin hafa þó verið uppi frá 2021 en íbúaráð Vesturbæjar og skólastjóri Landakotsskóla höfðu kallað eftir bættri leikaðstöðu á svæðinu.

Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins á kaþólska kirkjan Landakotstún en biskup kirkjunnar gaf leyfi fyrir framkvæmdinni. Frumkostnaðaráætlun frá 2021 hljóðaði upp á 88 milljónir króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×