Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 22:53 Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta, segir barnafjölskyldur hafa verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Vísir/Sigurjón Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02