Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2022 14:34 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Stöð 2/Egill Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa orlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Stjórnarflokkarnir þrír hafa hins vegar nú samþykkt frumvarpið úr þingflokkum sínum. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hann telji brýnt að það nái fram að ganga fyrir jól. Frumvarpið sjálft var birt á vef Alþingis í dag. Um er að ræða frumvarp til breytinga á Útlendingalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2016. Kerfið sagt hafa reynst berskjaldað Í greinargerð með frumvarpinu segir að að mikilvægt sé að þeir sem hingað leiti eftir alþjóðlegri vernd fái bæði réttláta og vandaða málsmeðferð. Á sama tíma þurfi hins vegar að tryggja að misnotkun á kerfinu sé í lágmarki. Frumvarpið feli í sér nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um úlendinga hvað varðar alþjóðlega vernd. Vikið er að því að umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi fjölgað verulega hér á landi undanfarin áratug. Komið hafi í ljós árið 2016 og 2017 að íslenskt verndarkerfi „var að mörgu leyti berskjaldað fyrir ásókn þeirra sem sendu inn bersýnilega tilhæfulausar umsóknir og annarra umsækjanda sem almennt má telja að séu ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd,“ að því er segir í greinargerðinni. Sjálfkrafa kæra synjunar Í frumvarpinu eru lagðar fram ýmsar breytingar. Þar má nefna að ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á efnismeðferð verði sjálkrafa kærð til kærunefndar útlendingamála, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Er það gert til að stytta þann tíma sem ekki sé nýttur til málavinnslu. Lagt er einnig til, með ákveðnum undanteknum, að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem hafi fengið endanlega syjun njóti þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveði á um þar til hann yfirgefi landið, þó í hámarki þrjátíu daga en þá falli réttindin niður. Gildandi lög um útlendinga tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd réttindi á borð við húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra nú segir að í gildandi lögum komi ekki fram hvenær réttindi falli niður. Í framkvæmd hafi „sumir útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, notið fullrar þjónustu í jafnvel nokkur ár vegna erfiðleika stjórnvalda við framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun, m.a. sökum skorts á samstarfi þar um af hálfu útlendingsins.“ Lesa má frumvarp dómsmálaráðherra hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14. október 2022 21:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa orlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Stjórnarflokkarnir þrír hafa hins vegar nú samþykkt frumvarpið úr þingflokkum sínum. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hann telji brýnt að það nái fram að ganga fyrir jól. Frumvarpið sjálft var birt á vef Alþingis í dag. Um er að ræða frumvarp til breytinga á Útlendingalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2016. Kerfið sagt hafa reynst berskjaldað Í greinargerð með frumvarpinu segir að að mikilvægt sé að þeir sem hingað leiti eftir alþjóðlegri vernd fái bæði réttláta og vandaða málsmeðferð. Á sama tíma þurfi hins vegar að tryggja að misnotkun á kerfinu sé í lágmarki. Frumvarpið feli í sér nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um úlendinga hvað varðar alþjóðlega vernd. Vikið er að því að umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi fjölgað verulega hér á landi undanfarin áratug. Komið hafi í ljós árið 2016 og 2017 að íslenskt verndarkerfi „var að mörgu leyti berskjaldað fyrir ásókn þeirra sem sendu inn bersýnilega tilhæfulausar umsóknir og annarra umsækjanda sem almennt má telja að séu ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd,“ að því er segir í greinargerðinni. Sjálfkrafa kæra synjunar Í frumvarpinu eru lagðar fram ýmsar breytingar. Þar má nefna að ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á efnismeðferð verði sjálkrafa kærð til kærunefndar útlendingamála, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Er það gert til að stytta þann tíma sem ekki sé nýttur til málavinnslu. Lagt er einnig til, með ákveðnum undanteknum, að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem hafi fengið endanlega syjun njóti þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveði á um þar til hann yfirgefi landið, þó í hámarki þrjátíu daga en þá falli réttindin niður. Gildandi lög um útlendinga tryggja umsækjendum um alþjóðlega vernd réttindi á borð við húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra nú segir að í gildandi lögum komi ekki fram hvenær réttindi falli niður. Í framkvæmd hafi „sumir útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, notið fullrar þjónustu í jafnvel nokkur ár vegna erfiðleika stjórnvalda við framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun, m.a. sökum skorts á samstarfi þar um af hálfu útlendingsins.“ Lesa má frumvarp dómsmálaráðherra hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14. október 2022 21:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01
Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44
Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02
Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14. október 2022 21:01