Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 14:54 Þetta skilti blasti við Evu Rún á Schiphol í Amsterdam í dag. Eftir hrakfarir í tæpa tvo sólarhringa var enn frestun á flugi. Eva Rún Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Eva Rún Guðmundsdóttir var á leiðinni heim frá Osló á sunnudaginn ásamt systur sinni og móður. Fyrir höndum var þriggja tíma flug frá Gardemoen til Keflavíkur þar sem þær áttu að lenda um tíuleytið. Eva Rún segir þær mæðgur hafa setið í flugvél Icelandair í um klukkustund þegar þeim var tilkynnt að fluginu hefði verði aflýst vegna bilaðrar síu. Langur dagur á Gardemoen Farþegar hafi verið ferjaðir í rútum á hótel þar sem þær hafi náð í kringum fjögurra tíma svefni. Bæði tók langan tíma að tékka allt fólkið inn og svo þurfti einfaldlega að vakna aftur snemma næsta dag. Mægðurnar voru svo mættar í morgunsárið aftur á Gardermoen-flugvöllinn þar sem fyrirhugað var flug klukkan tólf í hádeginu á mánudeginum. Þá byrjaði ansi langur dagur. Eva Rún lýsir því hvernig fluginu hafi stöðugt verið frestað allan daginn. Mest um þrjá og hálfan tíma en annars klukkustund til tvær í senn. Komið hafi verið fram á kvöld og vaktaskipti farið fram hjá starfsfólkinu á flugvellinum. Enn biðu farþegar í flugstöðinni og voru komnir við hliðið. Síðasta frestunin hafi verið með þeim upplýsingum að vélin færi í loftið klukkan 23. „Sem var mjög skrýtið því það var engin flugvél fyrir utan. Það sáu það allir.“ Aftur á hótel Á slaginu klukkan 23 hafi svo farþegar fengið SMS. Fluginu hafði verið aflýst og fólkið á leiðinni aftur á hótel. Þarna er komið mánudagskvöld en fólkið hafði reiknað með að vera komið til Íslands rúmum sólarhring fyrr. Farþegar fóru í að tékka sig inn á annað hótel en nóttina á undan þegar skilaboð fóru að berast frá Icelandair með plani fyrir þriðjudaginn. Eva Rún segir fólk hafa fengið ólíkar lausnir til að komast til Íslands. Þær sjálfar hafi beðið eftir skilaboðum, komnar með hausverk og ógleði eftir langan og þreytandi dag. „Við vorum að bíða eftir upplýsingum svo við gætum stillt vekjaraklukku. Við vorum orðnar rangeygðar af þreytu,“ segir Eva Rún. Svo bárust skilaboðin. Eva Rún átti flug um morguninn til Amsterdam og þaðan til Íslands. Áttræð móðir þeirra systra fékk skilaboð um flug klukkan 06 um morguninn til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Eva Rún segir varla hafa tekið því að fara á hótel fyrir þann flugtíma auk þess sem systurnar hafi viljað fylgja fullorðinni móður sinni á ferðalaginu. Kunnugleg skilaboð í Amsterdam Systir hennar og móðir urðu því eftir í Noregi og stefnt á að þær fljúgi til Íslands á morgun. Eva Rún flaug með SAS í morgun til Amsterdam. Þaðan átti hún að fá flug með Icelandair til Íslands. Hún segir aðeins klukkustund hafa verið frá áætlaðri lendingu í Noregi til brottfarar í Amsterdam. Smá seinkun hafi orðið á fluginu til Amsterdam og hún hafi því þurft að taka á sprettinn á Schiphol-flugvellinum. Hún var kominn að brottfararhliðinu í tæka tíð nema þar biðu hennar kunnuleg skilaboð. Fluginu hafði verið frestað um að minnsta kosti fjórar klukkustundir. Og viti menn, klukkustund fyrir áætlaða brottför var fluginu frestað um klukkustund. Þannig að þessa stundina bíður Eva Rún á flugvellinum í Amsterdam og vonast til að komast til Íslands tveimur sólarhringum á eftir áætlun. Ekki eftir flug þvert yfir hnöttinn heldur frá Osló til Keflavíkur. Eva Rún segir upplýsagjöf Icelandair í ferlinu öllu hafa verið langt undir væntingum sínum. Hún getur ekki beðið eftir að komast til landsins eftir hrakningar undanfarinna tveggja sólarhringa. Hún þurfi einfaldlega að komast heim til fjölskyldu sinnar og mæta í vinnuna. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Icelandair vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þegar þau berast. Uppfært klukkan 16:49 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugfélagið miður sín vegna þess hve seinlega hefur gengið að koma farþegum með flugvél félagsins til Íslands frá Osló. Um sé að ræða röð óheppilegra atvika. Fyrst hafi orðið tæknibilun í Osló á sunnudeginum sem ekki hafi tekist að laga á þeim tíma sem reiknað hafði verið með. Þar hafi bæði spilað inn í annir á flugvellinum og sömuleiðis slæmt veður þar í landi. Gerð hafi verið önnur tilraun til að laga flugvélina á mánudeginum en það ekki tekist. Alls hafi tíu farþegar verið settir í flug til Amsterdam með SAS og þaðan til Íslands í dag, þriðjudag. Sú vél hafi lent í því að fá fugl í hreyfilinn við lendingu í Amsterdam. Fyrir vikið var því flugi seinkað og nú aflýst á fimmta tímanum að íslenskum tíma. Nýjustu fregnir hermi að fólkið fái flug heim til Íslands á morgun. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Hann harmar að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Það skipti mestu máli við aðstæður sem þessar, að upplýsingagjöf sé í lagi. „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eva Rún Guðmundsdóttir var á leiðinni heim frá Osló á sunnudaginn ásamt systur sinni og móður. Fyrir höndum var þriggja tíma flug frá Gardemoen til Keflavíkur þar sem þær áttu að lenda um tíuleytið. Eva Rún segir þær mæðgur hafa setið í flugvél Icelandair í um klukkustund þegar þeim var tilkynnt að fluginu hefði verði aflýst vegna bilaðrar síu. Langur dagur á Gardemoen Farþegar hafi verið ferjaðir í rútum á hótel þar sem þær hafi náð í kringum fjögurra tíma svefni. Bæði tók langan tíma að tékka allt fólkið inn og svo þurfti einfaldlega að vakna aftur snemma næsta dag. Mægðurnar voru svo mættar í morgunsárið aftur á Gardermoen-flugvöllinn þar sem fyrirhugað var flug klukkan tólf í hádeginu á mánudeginum. Þá byrjaði ansi langur dagur. Eva Rún lýsir því hvernig fluginu hafi stöðugt verið frestað allan daginn. Mest um þrjá og hálfan tíma en annars klukkustund til tvær í senn. Komið hafi verið fram á kvöld og vaktaskipti farið fram hjá starfsfólkinu á flugvellinum. Enn biðu farþegar í flugstöðinni og voru komnir við hliðið. Síðasta frestunin hafi verið með þeim upplýsingum að vélin færi í loftið klukkan 23. „Sem var mjög skrýtið því það var engin flugvél fyrir utan. Það sáu það allir.“ Aftur á hótel Á slaginu klukkan 23 hafi svo farþegar fengið SMS. Fluginu hafði verið aflýst og fólkið á leiðinni aftur á hótel. Þarna er komið mánudagskvöld en fólkið hafði reiknað með að vera komið til Íslands rúmum sólarhring fyrr. Farþegar fóru í að tékka sig inn á annað hótel en nóttina á undan þegar skilaboð fóru að berast frá Icelandair með plani fyrir þriðjudaginn. Eva Rún segir fólk hafa fengið ólíkar lausnir til að komast til Íslands. Þær sjálfar hafi beðið eftir skilaboðum, komnar með hausverk og ógleði eftir langan og þreytandi dag. „Við vorum að bíða eftir upplýsingum svo við gætum stillt vekjaraklukku. Við vorum orðnar rangeygðar af þreytu,“ segir Eva Rún. Svo bárust skilaboðin. Eva Rún átti flug um morguninn til Amsterdam og þaðan til Íslands. Áttræð móðir þeirra systra fékk skilaboð um flug klukkan 06 um morguninn til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Eva Rún segir varla hafa tekið því að fara á hótel fyrir þann flugtíma auk þess sem systurnar hafi viljað fylgja fullorðinni móður sinni á ferðalaginu. Kunnugleg skilaboð í Amsterdam Systir hennar og móðir urðu því eftir í Noregi og stefnt á að þær fljúgi til Íslands á morgun. Eva Rún flaug með SAS í morgun til Amsterdam. Þaðan átti hún að fá flug með Icelandair til Íslands. Hún segir aðeins klukkustund hafa verið frá áætlaðri lendingu í Noregi til brottfarar í Amsterdam. Smá seinkun hafi orðið á fluginu til Amsterdam og hún hafi því þurft að taka á sprettinn á Schiphol-flugvellinum. Hún var kominn að brottfararhliðinu í tæka tíð nema þar biðu hennar kunnuleg skilaboð. Fluginu hafði verið frestað um að minnsta kosti fjórar klukkustundir. Og viti menn, klukkustund fyrir áætlaða brottför var fluginu frestað um klukkustund. Þannig að þessa stundina bíður Eva Rún á flugvellinum í Amsterdam og vonast til að komast til Íslands tveimur sólarhringum á eftir áætlun. Ekki eftir flug þvert yfir hnöttinn heldur frá Osló til Keflavíkur. Eva Rún segir upplýsagjöf Icelandair í ferlinu öllu hafa verið langt undir væntingum sínum. Hún getur ekki beðið eftir að komast til landsins eftir hrakningar undanfarinna tveggja sólarhringa. Hún þurfi einfaldlega að komast heim til fjölskyldu sinnar og mæta í vinnuna. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Icelandair vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þegar þau berast. Uppfært klukkan 16:49 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugfélagið miður sín vegna þess hve seinlega hefur gengið að koma farþegum með flugvél félagsins til Íslands frá Osló. Um sé að ræða röð óheppilegra atvika. Fyrst hafi orðið tæknibilun í Osló á sunnudeginum sem ekki hafi tekist að laga á þeim tíma sem reiknað hafði verið með. Þar hafi bæði spilað inn í annir á flugvellinum og sömuleiðis slæmt veður þar í landi. Gerð hafi verið önnur tilraun til að laga flugvélina á mánudeginum en það ekki tekist. Alls hafi tíu farþegar verið settir í flug til Amsterdam með SAS og þaðan til Íslands í dag, þriðjudag. Sú vél hafi lent í því að fá fugl í hreyfilinn við lendingu í Amsterdam. Fyrir vikið var því flugi seinkað og nú aflýst á fimmta tímanum að íslenskum tíma. Nýjustu fregnir hermi að fólkið fái flug heim til Íslands á morgun. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Hann harmar að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Það skipti mestu máli við aðstæður sem þessar, að upplýsingagjöf sé í lagi. „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira