Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 09:32 Skyrtuklæddur maður í svitabaði fyrir klukkan sjö um morgun í Mexicali í Maxíkó í júlí. Gríðarlega heitt hefur verið Mexíkó og suðvestanverðum Bandaríkjunum í sumar. AP/Gregory Bull Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Meðalhiti jarðar í júlí var um einni og hálfri gráðu hærri en að meðaltali fyrir iðnbyltingu. Júlí var þannig ekki aðeins hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, þriðjungi úr gráðu hlýrri en júlí árið 2019, heldur hlýjasti mánuðurinn frá upphafi samkvæmt gögnum evrópska Kópernikusarverkefnisins. Hitamet af þessu tagi eru yfirleitt slegin með hundraðasta eða tíunda hluta úr gráðu. Júní var einnig sá hlýjasti frá upphafi mælinga að mati stofnunarinnar, bandarísku geimvísindstofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). „Þessi met hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir fólk og plánetuna sem er útsett fyrir æ tíðari og ákafari öfgum,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarfostöðumaður Kópernikusarverkefnisins, þegar tilkynnt var um methitann í júlí í dag. Gögn Kópernikusar ná aftur til ársins 1940. Hitinn sem mældist í júlí er þó hærri en dæmi eru um í mæligögnum NOAA sem ná aftur til 1850. Vísindamenn telja að júlíhitinn sé fordæmalaus mun lengra aftur í tímann, jafnvel þúsundir ára. „Þetta er sláandi met og gerir hann mjög líklega hlýjasta mánuð á jörðinni í tíu þúsund ár,“ segir Stefan Rahmstorf, loftlagsvísindamaður við Potsdam-stofnunina í Þýskalandi, við AP-fréttastofuna. Íbúi í Phoenix í Bandaríkjunum svalar þorstanum. Hiti þar fór vel yfir fjörutíu gráður í meira en mánuð í sumar.AP/Ross D. Franklin Næsta ár kann að verða enn hlýrra með vaxandi El niño Loftslag á jörðinni fer hlýnandi vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Til að bæta gráu ofan á svart myndaðist El niño-veðurfyrirbrigðið í Kyrrahafi fyrr á þessu ári en það vermir að jafnaði lofthjúpinn. „Ég held að það sé óhætt að segja á þessu stigi að 2023 sé langlíklegast til þess að verða hlýjasta árið frá upphafi mælinga,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður, við Washington Post. Útreikningar sem byggjast á gögnum Kópernikusar benda til þess að 85 prósent líkur séu á því að 2023 tylli sér á toppinn yfir hlýjustu ár í mælingarsögunni. Gögn NASA og NOAA benda einnig til að meiri en helmingslíkur séu á því að árið setji met. Hausfather býst við því að hitinn verði áfram í hæstu hæðum út árið. Jafnvel þó að svo verði ekki séu líkur á að árshitametið falli í ár. Árið í ár kann að vera aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. El niño-áhrifin fara enn vaxandi og gætu verið í hámarki á næsta ári. Árið 2024 kann því að verða enn heitara en 2023. Uppfært 9.8.2023 Tilvitnun í Stefan Rahmstorf var breytt eftir að AP-fréttastofan uppfærði sína frétt. Hún hafði upphaflega ranglega eftir Rahmstorf að júlí hafi „klárlega“ verið hlýjasti mánuðurinn á jörðinni í tíu þúsund ár. Hann sagði að mánuðurinn væri „mjög líklega“ sá hlýjasti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Meðalhiti jarðar í júlí var um einni og hálfri gráðu hærri en að meðaltali fyrir iðnbyltingu. Júlí var þannig ekki aðeins hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, þriðjungi úr gráðu hlýrri en júlí árið 2019, heldur hlýjasti mánuðurinn frá upphafi samkvæmt gögnum evrópska Kópernikusarverkefnisins. Hitamet af þessu tagi eru yfirleitt slegin með hundraðasta eða tíunda hluta úr gráðu. Júní var einnig sá hlýjasti frá upphafi mælinga að mati stofnunarinnar, bandarísku geimvísindstofnunarinnar NASA og Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). „Þessi met hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir fólk og plánetuna sem er útsett fyrir æ tíðari og ákafari öfgum,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarfostöðumaður Kópernikusarverkefnisins, þegar tilkynnt var um methitann í júlí í dag. Gögn Kópernikusar ná aftur til ársins 1940. Hitinn sem mældist í júlí er þó hærri en dæmi eru um í mæligögnum NOAA sem ná aftur til 1850. Vísindamenn telja að júlíhitinn sé fordæmalaus mun lengra aftur í tímann, jafnvel þúsundir ára. „Þetta er sláandi met og gerir hann mjög líklega hlýjasta mánuð á jörðinni í tíu þúsund ár,“ segir Stefan Rahmstorf, loftlagsvísindamaður við Potsdam-stofnunina í Þýskalandi, við AP-fréttastofuna. Íbúi í Phoenix í Bandaríkjunum svalar þorstanum. Hiti þar fór vel yfir fjörutíu gráður í meira en mánuð í sumar.AP/Ross D. Franklin Næsta ár kann að verða enn hlýrra með vaxandi El niño Loftslag á jörðinni fer hlýnandi vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Til að bæta gráu ofan á svart myndaðist El niño-veðurfyrirbrigðið í Kyrrahafi fyrr á þessu ári en það vermir að jafnaði lofthjúpinn. „Ég held að það sé óhætt að segja á þessu stigi að 2023 sé langlíklegast til þess að verða hlýjasta árið frá upphafi mælinga,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður, við Washington Post. Útreikningar sem byggjast á gögnum Kópernikusar benda til þess að 85 prósent líkur séu á því að 2023 tylli sér á toppinn yfir hlýjustu ár í mælingarsögunni. Gögn NASA og NOAA benda einnig til að meiri en helmingslíkur séu á því að árið setji met. Hausfather býst við því að hitinn verði áfram í hæstu hæðum út árið. Jafnvel þó að svo verði ekki séu líkur á að árshitametið falli í ár. Árið í ár kann að vera aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. El niño-áhrifin fara enn vaxandi og gætu verið í hámarki á næsta ári. Árið 2024 kann því að verða enn heitara en 2023. Uppfært 9.8.2023 Tilvitnun í Stefan Rahmstorf var breytt eftir að AP-fréttastofan uppfærði sína frétt. Hún hafði upphaflega ranglega eftir Rahmstorf að júlí hafi „klárlega“ verið hlýjasti mánuðurinn á jörðinni í tíu þúsund ár. Hann sagði að mánuðurinn væri „mjög líklega“ sá hlýjasti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27 Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. 31. júlí 2023 11:27
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19. júlí 2023 08:55
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48