Úkraínuforseti segir árás á blóðgjafarstöð vera stríðsglæp Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 16:59 Illa gekk að ráða við eldinn eftir sprenginguna. Telegram/Volodomír Selenskí Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði. Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Forsetinn lýsir árásinni sem stríðsglæp en rússnesk yfirvöld hafa ekki enn gengist við henni. Borgin Kupiansk og nærliggjandi svæði komust undir stjórn rússneska hersins á fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínuher tókst síðar að ná svæðinu aftur á sitt vald í september síðastliðnum og er það nú sagt verða fyrir daglegum flugskeyta- og stórskotaliðsárásum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram lýsir Selenskí Rússlandsher sem „ófreskjum.“ Hann segir einnig að Rússar hafi í gær gert flugskeytaárás á flugrekstrarfyrirtæki í Khmelnytskyi-héraði í vesturhluta Úkraínu. Fyrr í dag grönduðu Rússar dróna sem nálgaðist Moskvu, höfuðborg Rússlands, að sögn Sergei Sobyanin borgarstjóra. Rússnesk yfirvöld segja að drónar á vegum Úkraínumanna hafi í síðustu viku tvívegis gert árás á skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfi nokkrum í höfuðborginni. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki gengst opinberlega við árásunum. Ráðamenn í Moskvu hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að hafa hæft rússneskt tankskip á Svartahafi í gær. Er um að ræða aðra drónaárásina sem er gerð á rússnesk skotmörk á sjó á nokkrum dögum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08 Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. 5. ágúst 2023 15:08
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50