Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 09:27 Watkins á sviði með Lostprophets, áður en komst upp um viðurstyggilega glæpi hans. Andrew Benge/Getty Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Heimildir breska dægurmiðilsins Mirror herma að Watkins hafi fundist í klefa sínum illa farinn eftir að hafa verið barinn og stunginn af samföngum sínum. Hann sé í bráðri lífshættu á sjúkrahúsi og megi teljast heppinn lifi hann af. Samfangar Watkins eru sagðir hafa náð að króa hann af inni í klefa hans vegna þess að færri fangaverðir starfa í HMP Wakefield fangelsinu, þar sem harðsvíruðustu fangar Bretlands afplána, nú yfir sumartímann. Watkins hafi um árabil verið sem gangandi skotmark annarra fanga vegna eðlis glæpa hans. Fleiri miðlar í Bretlandi hafa fengið það staðfest hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að mál sem kom upp í fangelsinu í gær sé til rannsóknar. Ekki sé hægt að greina frekar frá því að svo stöddu. Fékk aðdáendur til að brjóta gegn eigin börnum Hann var árið 2013 dæmdur til 29 ára langrar fangelsisvistar eftir að hafa gengist við því að fremja gróf kynferðisbrot gegn börnum. Þá mun hann afplána sex ár til viðbótar á reynslulausn lifi hann af. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhöldunum en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins bar við minnisleysi í þeim ákærulið. Hljómsveit Watkins, Lostprophets, var stofnuð árið 1997 og gaf út fimm breiðskífur, þar af eina sem komst á topp vinsældarlistans í Bretlandi. Hljómsveitin seldi milljónir platna og fyllti iðullega stóra tónleikastaði. Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tónlist Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58 Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39 Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11 HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55 Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05 Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42 Réttað yfir rokksöngvara í sumar Sagður hafa ætlað að nauðga ársgömlu barni. 11. mars 2013 19:51 Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Heimildir breska dægurmiðilsins Mirror herma að Watkins hafi fundist í klefa sínum illa farinn eftir að hafa verið barinn og stunginn af samföngum sínum. Hann sé í bráðri lífshættu á sjúkrahúsi og megi teljast heppinn lifi hann af. Samfangar Watkins eru sagðir hafa náð að króa hann af inni í klefa hans vegna þess að færri fangaverðir starfa í HMP Wakefield fangelsinu, þar sem harðsvíruðustu fangar Bretlands afplána, nú yfir sumartímann. Watkins hafi um árabil verið sem gangandi skotmark annarra fanga vegna eðlis glæpa hans. Fleiri miðlar í Bretlandi hafa fengið það staðfest hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að mál sem kom upp í fangelsinu í gær sé til rannsóknar. Ekki sé hægt að greina frekar frá því að svo stöddu. Fékk aðdáendur til að brjóta gegn eigin börnum Hann var árið 2013 dæmdur til 29 ára langrar fangelsisvistar eftir að hafa gengist við því að fremja gróf kynferðisbrot gegn börnum. Þá mun hann afplána sex ár til viðbótar á reynslulausn lifi hann af. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhöldunum en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins bar við minnisleysi í þeim ákærulið. Hljómsveit Watkins, Lostprophets, var stofnuð árið 1997 og gaf út fimm breiðskífur, þar af eina sem komst á topp vinsældarlistans í Bretlandi. Hljómsveitin seldi milljónir platna og fyllti iðullega stóra tónleikastaði.
Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tónlist Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58 Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39 Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11 HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55 Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05 Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42 Réttað yfir rokksöngvara í sumar Sagður hafa ætlað að nauðga ársgömlu barni. 11. mars 2013 19:51 Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58
Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39
Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11
HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55
Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05
Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42
Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59