Breskur poppari játar gróft barnaníð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 17:48 mynd/AFP Tónlistarmaðurinn Ian Watkins játaði fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum. Hann hafði áður neitað ásökunum. Watkins var ákærður fyrir 24 kynferðisbrot. BBC greinir frá. Yfirheyrslur í málinu fóru fram fyrir dómstólum í dag og þar játaði Watkins einhver brotanna. Tvær konur sem voru ákærðar með honum játuðu hlutdeild og samverknað í nokkrum brotanna.Fékk aðdáendur til að misnota börnin sín Watkins er 36 ára gamall og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Lostprophets. Hann er sagður hafa nýtt sér frægð sína til þess að stunda brotin. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhaldinu en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Önnur kvennanna sendi Watkins meðal annars mynd af barninu sínu þar sem fram kom í texta með myndinni að barnið þyrfti að vita að það væri ekki elskað. Í einhverjum tilfellum virðist Watkins hafa neytt börnin sem hann misnotaði til þess að neyta eiturlyfja. Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins ber við minnsleysi. Ein af vörnum Watkins er að brjálaðir aðdáendur hans hafi komið þessum myndböndum fyrir í tækjum hans. Meðal þess sem Watkins hefur þó játað er að eiga eða hafa búið til kynferðislegar myndir eða myndbönd af börnum. Hann játaði einnig að eiga mynd þar af grófum kynferðislegum athöfnum með dýri. Hann fékk með sér ungar stúlkur á hótelherbergi eftir tónleika þar sem hann lét þær klæðast skólabúningum og tók athafnir þeirra upp. Í fórum Watkins fundust fjöldi mynda af börnum beittum ofbeldi á hótelum víðsvegar um Bretland. Í frétt BBC segir að sum þessara sönnunarganga séu svo yfirgengilega hryllileg að ekki sé hægt að greina frá þeim.Afar umfangsmikið mál Rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni í Wales sagði í dag fyrir utan dómshúsið að rannsóknin í þessu máli væri sú allra hrikalegasta sem hann hefði nokkurn tíman upplifað. Eftir játningar Watkins og kvennana kallaði dómarinn kviðdóminn til sín og sagði að ekki væri þörf á frekari meðferð málsins fyrir rétti. „Ykkur hefur verið bjargað frá því að sjá afar ógeðfelldar og hræðilegar myndir,“ sagði dómarinn við kviðdóminn við það tækifæri. Dómur í málinu verður kveðinn upp 18. desember næstkomandi. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ian Watkins játaði fjölda kynferðisbrota, þar á meðal tvær tilraunir til þess að nauðga börnum. Hann hafði áður neitað ásökunum. Watkins var ákærður fyrir 24 kynferðisbrot. BBC greinir frá. Yfirheyrslur í málinu fóru fram fyrir dómstólum í dag og þar játaði Watkins einhver brotanna. Tvær konur sem voru ákærðar með honum játuðu hlutdeild og samverknað í nokkrum brotanna.Fékk aðdáendur til að misnota börnin sín Watkins er 36 ára gamall og fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Lostprophets. Hann er sagður hafa nýtt sér frægð sína til þess að stunda brotin. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhaldinu en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Önnur kvennanna sendi Watkins meðal annars mynd af barninu sínu þar sem fram kom í texta með myndinni að barnið þyrfti að vita að það væri ekki elskað. Í einhverjum tilfellum virðist Watkins hafa neytt börnin sem hann misnotaði til þess að neyta eiturlyfja. Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins ber við minnsleysi. Ein af vörnum Watkins er að brjálaðir aðdáendur hans hafi komið þessum myndböndum fyrir í tækjum hans. Meðal þess sem Watkins hefur þó játað er að eiga eða hafa búið til kynferðislegar myndir eða myndbönd af börnum. Hann játaði einnig að eiga mynd þar af grófum kynferðislegum athöfnum með dýri. Hann fékk með sér ungar stúlkur á hótelherbergi eftir tónleika þar sem hann lét þær klæðast skólabúningum og tók athafnir þeirra upp. Í fórum Watkins fundust fjöldi mynda af börnum beittum ofbeldi á hótelum víðsvegar um Bretland. Í frétt BBC segir að sum þessara sönnunarganga séu svo yfirgengilega hryllileg að ekki sé hægt að greina frá þeim.Afar umfangsmikið mál Rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni í Wales sagði í dag fyrir utan dómshúsið að rannsóknin í þessu máli væri sú allra hrikalegasta sem hann hefði nokkurn tíman upplifað. Eftir játningar Watkins og kvennana kallaði dómarinn kviðdóminn til sín og sagði að ekki væri þörf á frekari meðferð málsins fyrir rétti. „Ykkur hefur verið bjargað frá því að sjá afar ógeðfelldar og hræðilegar myndir,“ sagði dómarinn við kviðdóminn við það tækifæri. Dómur í málinu verður kveðinn upp 18. desember næstkomandi.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira