Nýtti orð stjóra Man. Utd til sigurs á liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:30 Newcastle-menn fagna seinna marki sínu gegn Manchester United í sigrinum mikilvæga í apríl. Getty/Stu Forster Í broti úr nýrri heimildaþáttaröð Amazon um enska knattspyrnufélagið Newcastle má sjá þegar stjóri liðsins, Eddie Howe, nýtti ummæli kollega síns hjá Manchester United, Eriks ten Hag, til að hvetja sína leikmenn til dáða. Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira