Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. ágúst 2023 19:06 Kári Stefánsson segir að hann hefði ekki breytt neinu í ákvarðanatöku stjórnvalda í heimsfaraldrinum, sem hafi brugðist hárrétt við miðað við þær forsendur sem lágu fyrir á sínum tíma. Vísir/Ívar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“ Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“
Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?