Dæmdur til dauða fyrir mannskæðustu árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2023 10:15 Teiknuð mynd af Robert Bowers í dómsal í gær. Hann er sagður hafa sýnt lítil viðbrögð er honum var tilkynnt að hann yrði dæmdur til dauða. AP/Dave Klug Maður sem myrti ellefu manns í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 2018 hefur verið dæmdur til dauða. Auk þeirra ellefu sem Robert Bowers myrti særði hann tvo sem voru við bænir og fimm lögregluþjóna. Um er að ræða mannskæðustu árás í sögu Bandaríkjanna sem beindist gegn gyðingum en hún átti sér stað í bænahúsi sem heitir Tree of Life. Bowers hafði ítrekað lýst yfir hatri sínu á gyðingum og valdi hann bænahúsið í einu stærsta og elsta samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum til að valda sem mestu mannfalli og óreiðu. Kviðdómendur sögðu einnig á sínum tíma að hann hefði ekki sýnt neina iðrun vegna ódæðis síns. Sami kviðdómur og dæmdi Bowers, sem er fimmtíu ára gamall, sekan hefur nú dæmt hann til dauða en allir tólf kviðdómendur voru sammála um þann dóm. Dómari mun svo formlega kveða dóminn upp í dag. AP fréttaveitan segir Bowers hafa sýnt lítil viðbrögð þegar kviðdómendur greindu frá niðurstöðu þeirra í gær. Fórnarlömb Bowers.AP/Alríkisdómstóll Vestur-Pennsylvaníu Bowers er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera dæmdur til dauða af alríkisdómstól frá því Joe Biden settist að í Hvíta húsinu. Hann hét því í kosningabaráttu sinni að binda enda á dauðarefsingar alríksisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt bann við dauðarefsingum alríkisins og hefur bannað saksóknurum að fara fram á dauðarefsingu í hundruðum mála þar sem þær gætu átt við, samkvæmt AP. Saksóknarar í þessu máli segja dauðarefsingu eiga við og hafa sérstaklega vísað til aldurs fórnarlamba Bowers og hve viðkvæm þau voru, auk þess að hatur hans á gyðingum hafi leitt til ódæðisins. Fengu þeir undaþágu á því að krefjast dauðarefsingar. Fjölskyldur næstum því allra fórnarlamba hans sögðu hann eiga að deyja fyrir glæp sinn. Reyndu ekki að þræta fyrir sekt Lögmenn Bowers reyndu ekki að þræta fyrir sekt hans, þó hann hafi upprunalega lýst yfir sakleysi sínu, og lögðu þess í stað áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til dauða. Vísuðu þeir meðal annars til áfalla og vanrækslu sem hann varð fyrir í æsku og sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sögðu Bowers hafa myrt fólk í þeirri trú að gyðingar stæðu að baki áætlun um að útrýma hvítu fólki og að hann hefði öfgavæst á Internetinu. Eins og áður hefur komið fram særði Bowers fimm lögregluþjóna en hann varð sjálfur fyrir þremur skotum er hann skiptist á skotum við lögregluna. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögregluþjónum að „allir þessir gyðingar“ þyrftu að deyja. Bænahúsið hefur verið lokað frá því árásin átti sér stað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01 Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Um er að ræða mannskæðustu árás í sögu Bandaríkjanna sem beindist gegn gyðingum en hún átti sér stað í bænahúsi sem heitir Tree of Life. Bowers hafði ítrekað lýst yfir hatri sínu á gyðingum og valdi hann bænahúsið í einu stærsta og elsta samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum til að valda sem mestu mannfalli og óreiðu. Kviðdómendur sögðu einnig á sínum tíma að hann hefði ekki sýnt neina iðrun vegna ódæðis síns. Sami kviðdómur og dæmdi Bowers, sem er fimmtíu ára gamall, sekan hefur nú dæmt hann til dauða en allir tólf kviðdómendur voru sammála um þann dóm. Dómari mun svo formlega kveða dóminn upp í dag. AP fréttaveitan segir Bowers hafa sýnt lítil viðbrögð þegar kviðdómendur greindu frá niðurstöðu þeirra í gær. Fórnarlömb Bowers.AP/Alríkisdómstóll Vestur-Pennsylvaníu Bowers er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera dæmdur til dauða af alríkisdómstól frá því Joe Biden settist að í Hvíta húsinu. Hann hét því í kosningabaráttu sinni að binda enda á dauðarefsingar alríksisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt bann við dauðarefsingum alríkisins og hefur bannað saksóknurum að fara fram á dauðarefsingu í hundruðum mála þar sem þær gætu átt við, samkvæmt AP. Saksóknarar í þessu máli segja dauðarefsingu eiga við og hafa sérstaklega vísað til aldurs fórnarlamba Bowers og hve viðkvæm þau voru, auk þess að hatur hans á gyðingum hafi leitt til ódæðisins. Fengu þeir undaþágu á því að krefjast dauðarefsingar. Fjölskyldur næstum því allra fórnarlamba hans sögðu hann eiga að deyja fyrir glæp sinn. Reyndu ekki að þræta fyrir sekt Lögmenn Bowers reyndu ekki að þræta fyrir sekt hans, þó hann hafi upprunalega lýst yfir sakleysi sínu, og lögðu þess í stað áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til dauða. Vísuðu þeir meðal annars til áfalla og vanrækslu sem hann varð fyrir í æsku og sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sögðu Bowers hafa myrt fólk í þeirri trú að gyðingar stæðu að baki áætlun um að útrýma hvítu fólki og að hann hefði öfgavæst á Internetinu. Eins og áður hefur komið fram særði Bowers fimm lögregluþjóna en hann varð sjálfur fyrir þremur skotum er hann skiptist á skotum við lögregluna. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögregluþjónum að „allir þessir gyðingar“ þyrftu að deyja. Bænahúsið hefur verið lokað frá því árásin átti sér stað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01 Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27