Erlent

Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi í dag
Mynd frá vettvangi í dag AP/Gene J. Puskar
Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. Hann gafst upp fyrir utan bænahúsið.

Færslur hans á samfélagsmiðlum lýsa miklu gyðingahatri og einnig hefur hann tekið undir ákveðnar samsæriskenningar. Á einum aðgangi sem tengdur er Bowers sagði meðal annar að „gyðingar eru börn Satans“. Margar færslur hans gáfu oft til kynna að það væru gyðingar sem stjórna landinu. Þetta kemur fram í frétt New York Times um málið.

Bowers var oft gagnrýnin á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Aðeins tveimur dögum fyrir skotárásina skrifaði hann: „Trump er alheimssinni, ekki þjóðernissinni. Það verður ekkert hægt að gera Bandaríkin frábær aftur (e. #MAGA) svo lengi sem það er plága.“ Bowers notaði orðið plága þarna til þess að lýsa gyðingum.

Aðeins nokkrum klukkustundum áður að Bowers ruddist inn í bænahúsið skrifaði hann um samtök gyðinga sem aðstoða flóttamenn. „Þau koma með fólk inn í landið sem drepur fólkið okkar. Ég get bara ekki setið hjá og horft á fólkið mitt drepið. Skítt með það, ég fer inn,“ sagði Bowers meðal annars í færslu sinni.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×