Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Teikning eftir listamanninn af perúska hlunkinum. Perucetus colossus er talinn vera þyngsta dýr allra tíma. AP/Alberto Gennari Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi. Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist. Dýr Perú Hvalir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist.
Dýr Perú Hvalir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira