„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:01 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara tvö síðustu ár í röð og er með liðið á toppi Bestu deildarinnar fyrir leiki morgundagsins. vísir/Diego „Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira