Innlent

Ó­tækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bolla íbúa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili.
Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili. Vísir/Vilhelm

Fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starf­semi fyrir­tækisins á Hólms­heiði. Skiljan­legt sé að í­búar séu þreyttir á há­vaða­mengun af völdum þyrlu­um­ferðar en fyrir­tækið lúti nú­verandi flug­ferlum og ráði ekki flug­leiðum inn á og út af Reykja­víkur­flug­velli.

„Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum mögu­leikum,“ segir Birgir Ómar Haralds­son, fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs, spurður að því hvernig honum líst á hug­myndir Dags B. Eggerts­sonar um að finna þyrlum heimili á Hólms­heiði. Rætt var við Birgi í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykja­vík Síð­degis á Bylgjunni.

Ráða ekki að og frá­flugs­stefnu

Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja að­flugs og frá­flugs­ferla sem hentað geti þyrlum á Reykja­víkur­flug­velli. Það gæti minnkað há­vaða af völdum þyrlu­um­ferðarinnar um­tals­vert.

„Og ef þú vilt taka flug­völlinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrir­tæki eins og okkar eitt­hvað hérna út fyrir bæjar­mörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Sam­göngu­stofu og Isavia að sinna flug­ferlum á meðan Norður­flug lúti reglu­gerðum af þeirra hálfu.

„Að sjálf­sögðu heyrum við þessar gagn­rýnis­raddir og okkur þykir þetta bara leiðin­legt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og frá­flugs­stefnu eða að­flugi inn á Reykja­víkur­flug­völl og erum háðir reglu­gerðar­um­hverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykja­vík síð­degis.

Hann segir að for­svars­menn fyrir­tækisins hafi ekki skoðað það af dýpt enn­þá hvaða á­hrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólms­heiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði nei­kvæð og já­kvæð á­hrif.

„Þannig að við ætlum alla­vega ekkert að horfa á nei­kvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildar­myndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að út­færa það.

„En það er náttúru­lega ó­tækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bollann, þá er þetta orðið al­var­legt mál.“


Tengdar fréttir

„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“

Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 

Brýnt að finna þyrlu­flugi í Reykja­vík nýjan stað

Borgar­stjóri segir brýnt að finna út­sýnis­flugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búa­byggð. Borgar­yfir­völd skoði nú Hólms­heiði sem mögu­legan kost sem nýst gæti til út­sýnis­flugs, bæði tíma­bundið og til fram­búðar. Stjórnir sveitar­fé­laga á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vett­vangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×