Innlent

Brýnt að finna þyrlu­flugi í Reykja­vík nýjan stað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að breið sátt verði um breytingar á útsýnisflugi þyrlna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ragnar

Borgar­stjóri segir brýnt að finna út­sýnis­flugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búa­byggð. Borgar­yfir­völd skoði nú Hólms­heiði sem mögu­legan kost sem nýst gæti til út­sýnis­flugs, bæði tíma­bundið og til fram­búðar. Stjórnir sveitar­fé­laga á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vett­vangi.

Í­búar á höfuð­borgar­svæðinu eru margir orðnir þreyttir á há­vaða af völdum út­sýnis­flugs frá Reykja­víkur­flug­velli yfir eld­stöðvar við Litla Hrút. Einn íbúa í Skerja­firði sagði í sam­tali við frétta­stofu í síðustu viku gríðar­lega um­ferð út­sýnis­þyrlna vera skerðingu á lífs­gæðum.

Ekki nóg að senda Isavia á­bendingar

„Út­sýnis­flug á þyrlum frá Reykja­víkur­flug­velli veldur miklu ó­næði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búða­byggð þannig að ó­næði valdi,“ segir Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, í skrif­legu svari til Vísis.

Hann segir fjölda­margar á­bendingar hafa borist borgar­yfir­völdum um ó­næði vegna stór­aukinnar um­ferðar þyrlna undan­farin ár. Það hafi aukist í kjöl­far gosa á Reykja­nesi og á­bendingum sömu­leiðis.

„Þegar spurt er hvað borgar­yfir­völd geta gert þá hefur Heil­brigðis­eftir­litið eftir­lit með há­vaða og ó­næði. Mikil­vægt er að senda því á­bendingar eða kvartanir. Ekki er nægjan­legt að senda Isavia, rekstrar­aðila Reykja­vikur­flug­vallar á­bendingar, líkt og ég tek eftir að ein­hverjir hafa verið að benda á.“

Íbúar segja útsýnisþyrlur hefja sig á loft svo tugum skipti frá Reykjavíkurflugvelli á hverjum degi. Vísir/Vilhelm

Æski­legt að breið sátt náist um málið

Dagur segir að stóra verk­efnið nú sé að skoða aðra a­stöðu­sköpun og lendingar­staði fyrir þyrlu­fyrir­tækin. Eitt þeirra hafi óskað eftir að­stöðu á Hólms­heiði á dögunum.

„Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst út­sýnis­fluginu al­mennt, án þess að valdi sam­bæri­legu ó­næði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æski­legt ef hægt væri að út­færa þetta þannig að breið sátt náist um málið.“

Hann segir að bæði mætti sjá fyrir sér tíma­bundna að­stöðu vegna mikillar aukningar á ferðum út­sýnis­þyrlna en ekki væri síður á­huga­vert að skoða stað­setninguna til fram­búðar.

Dagur segir stjórnir sveitar­fé­laganna á höfuð­borgar­svæðinu ekki hafa rætt um málið sín á milli. Í­búar á Kárs­nesi í Kópa­vogi hafa einnig kvartað undan há­vaða vegna út­sýnis­þyrlna.

„Sveitar­fé­lögin á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt þetta á sam­eigin­legum vett­vangi enn sem komið er en þess má geta að það var að frum­kvæði íbúa Kárs­ness sem al­þjóða­flug fluttist til Kefla­víkur og nætur­flug var bannað af Reykja­víkur­flug­velli á sínum tíma. Ein­mitt vegna ó­næðis.“

Útsýnisflug hefur verið afar vinsælt við gosstöðvar líkt og í fyrra og árið áður, þegar þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×