Innlent

Bíl­velta á Gullin­brú

Árni Sæberg skrifar
Sjúkraflutningamenn eru komnir á vettvang.
Sjúkraflutningamenn eru komnir á vettvang. Vísir/Vilhelm

Bíll valt á Gullinbrú skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Að sögn sjónarvotts er um jeppa af gerðinni Land Rover að ræða. Guðjón Guðjónsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að sjúkrabíll og dælubíll hafi verið sendir á vettvang og að um einn bíl sé að ræða. 

Ökumaður jeppans hafi verið einn í bílnum og að hann hafi verið fluttur á bráðamóttöku. Guðjón býr ekki yfir upplýsingum um líðan ökumannsins.

Hann segir dælubíl enn vera á staðnum til þess að tryggja vettvang. Þá stýri lögregla umferð um brúnna en hún er tvíbreið í báðar áttir svo ekki hefur þurft að loka henni.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×